|
|
mánudagur, apríl 12, 2004
Ég er svo myndarleg húsmóðir
Jamm, ég ákvað að gerast myndarleg og elda læri þar sem það væri nú páskadagur og afmælið hans pabba ofaná það. Jú jú og viti menn ég bara eldaði hið ljúffengasta læri. Fekk mikið lof fyrir, ekki slæmt þar sem þetta var mitt fyrsta skipti í að elda læri og ég fekk nær enga hjálp... hjálpin var "eldaðu það við svona 90°c í langann tíma og svona hálftíma áður en þú ætlar að bera það fram hækkaðu þá í svona 200°c... og já kryddaðu það" :)
Nei, ok það er mjög einfalt að elda læri og það gott læri en það er bara svo gaman að elda góðann mat og geta deilt honum með öðrum. Mmmmm, með voru brúnaðar kartöflur og grænmeti. Vá, ég er aftur orðin svöng.
posted by Unknown
00:07
|