|
|
sunnudagur, apríl 11, 2004
Hehehe
Ok, ég varð bara að setja þetta hérna inn. Þetta er frétt af mbl.is og er með betri aprílgöbbum sem ég hef heyrt og lesið um :)
Íslensk körfuboltastjarna reyndist aprílgabb
Margir telja að á Íslandi búi óvenjulegt fólk og því þótti útvarpsstöðvum í Detroit ekkert sérkennilegt við frétt um 19 ára gamla íslenska stúlku, sem væri 2,30 á hæð og skoraði að jafnaði 41 stig í körfuboltaleikjum.
Markaðsdeild körfuboltaliðsins Detroit Shock sendi frá sér tilkynningu þann fyrsta apríl þar sem sagði frá því að íslenska körfuboltaundrið Rifla Oslopgohtac hefði gert samning við liðið. Von væri á henni síðar í mánuðinum. Útvarpsstöðvar í borginni tóku þessum fréttum fagnandi og innan skamms fóru sérfræðingar að velta því fyrir sér í spjallþáttum hvaða áhrif þessi óvænti liðsauki hefði á liðið og gengi þess í kvennadeild NBA körfuboltans.
Í ljós kom að þetta var aðeins aprílgabb eins og sést þegar nafn íslensku körfuboltastjörnunnar er skoðað betur. Þegar stöfunum er raðað upp á nýtt koma í ljós orðin April Fool Gotcha, eða lauslega þýtt: Þú hljópst apríl.
© Morgunblaðið, 2004
posted by Unknown
11:36
|