|
|
fimmtudagur, apríl 08, 2004
Nú er komið páskaFRÍ!
Ég held að fólk sé eitthvað að misskilja þetta frí. Það eru bara allir að læra einsog þeir eigi lífið að leysa og þar á meðal ég í þessu svokallaði fríi. Úff, hvernig verður þetta í sumar spyr ég nú bara ;)
Hvað er málið með allar þessar fegurðarsamkeppnir??? Ég var að horfa á fréttirnar og þá voru þeir að segja frá einhverri framhaldsskólafegurðarsamkeppni (úff, langt orð), held hún hafi heitið ísdrottningin eða eitthvað í þá áttina. Allavega þá voru nemendafélög framhaldsskólanna ekki samþykk þessari keppni og voru að mótmæla henni sem að mér finnst er skiljanlegt. Bæði fyrir það að útlit virðist skipta fólk orðið svo miklu máli að það er alveg hætt að hugsa og hver verður ekki kominn með verðlaun fyrir einhverja af þessum keppnum fyrir rest ef þeim fer fjölgandi. Sé þetta alveg fyrir mér allir hjá lítalæknum að láta gera við þetta og hitt... "mér finnst andlit mitt ekki nógu simmitrískt"... og það hafa allri einhvern titil... "ég er sko ungfrú Ísland" "já, gaman en ég er sko ísdrottningin" "geigt, ég er sko eskimo.is". Það verða sem sé skemmtileg samtöl um heimsfrið og hvernig andlitskrem hún eða hann notar í framtíðinni. Börn okkar og barnabörn, usss, það fer hrollur um mig.
posted by Unknown
15:11
|