|
|
föstudagur, apríl 16, 2004
Því var hvíslað að mér...
Já, lítill BLÁR fugl hvíslaði litlu leyndarmáli að mér. Það var leyndardómurinn á bak við fyrirsætubrosið. Já, ekki vera svona hissa en á bak við hverja fyrirsætu eru margir litlir leyndardómar og einn af þeim verður uppljóstraður hér og nú. Það er nú þannig mál með vexti að þegar fyrirsætur eru í myndatökum setja þær upp þennan líka svaka getnaðarlega svip, en spurningin er sú hvernig geta þær allar sett upp þennan sama getnaðarlega svip? Það er sko þannig að þegar er verið að fara smella af þá segja þær "kjöt" og stoppa á t-inu en halda stúttnum frá ö-inu. Þetta er allur galdurinn svo ef þú vilt verða fyrirsæta þá skalltu nýta þér þessa visku því ég veit eigi hve lengi hún verður hér á síðunni þar sem þetta er hernaðarleyndarmál fyrirsætanna (eða segir maður fyrirsætnanna?).
P.s. þeir komust nærri leyndarmálinu mikla í hinni geysiskemmtilegu Zoolander-mynd. En þar mátti hið rétta leyndarmál ekki koma fram svo þeir notuðu í staðinn "blue steel" og "magnum" svo eitthvað sé nefnt.
posted by Unknown
01:24
|