|
|
laugardagur, maí 01, 2004
Próf, próf, próf, próf, próf...
Já, það er lítið annað sem kemst að í mínum huga um þessar mundir. Þó svo stöku snóker (= allir rammarnir í World cup-inum) sé fyrir augum mínum líka. Dott og O´Sullivan koma sennilega til með að spila til úrslita... enginn smá varnarspilamennska hjá Dott, mikið rosalega er hann góður. Held að hann komi til með að standa svolítið meira í O´sullivan heldur en Hendry gerði... þó svo Hendry sé góður var hann alveg að gera á sig á móti Sölla kallinum. Kannski er hann kominn í búsið aftur... fullyrði það ekki en hann var að leika alveg hræðilega :(
Annars fór ég með kallinn á árshátíð hjá Deltunni. Þar var lúxusmatur og frábær skemmtun. Veislustjórar voru þeir Simmi og Jói (fyrrum 70 mín. þáttarstjórnendur) og fóru þeir á kostum. Svo var að venju happadrætti... já, meira að segja 3 í þetta skiptið. Svavar vann fulla körfu af nivea vörum... rétt misstum af utanlandsferðunum :( ...samt alltaf gaman að vinna :)
Hann er svo mikil dúlla.
posted by Unknown
16:12
|