|
|
fimmtudagur, júní 24, 2004
Þá er Svavar farinn aftur
Svavar var svo frábær að kom og var hjá mér í frívikunni sinni (útskýrir eitthvað lítið bloggleysi, önnur ástæða er leti ;) ). Það er ekkert smá yndislegt að hafa hann hérna, mmmmmm. Við erum búin að vera dugleg þessa viku. Við erum búin að taka stofuna alveg í gegn og snúa henni við þrífa alveg hátt og lágt (á eftir að mála en það má alveg bíða). Svo fórum við í mat til Kristjáns frænda hans þar sem við fengum hreint út sagt æðislegan mat, ég verð bara svöng við tilhugsunina... og nei, Svavar ég er ekki alltaf svöng ;) Svo skelltum við okkur í gær á Deep purple, mikið rosalega var gaman marr... shæse þetta var alveg frábært. Ég hélt nú að þessir "gömlu" menn væru nú að brenna úr sér en það kom nú annað í ljós. Þeir voru ekki bara eiturhressir heldur var þeim lítið sem ekkert að hraka. Úff, pant vera í svona góðu formi á efri árunum ;)
Svavar fór síðan í morgun og það vottaði fyrir tárum í augum mínum þegar hann kvaddi mig. Ég beið í hálftíma eftir að hann kæmi til baka og segðist ekkert þurfa að fara til eyja... ég vissi reyndar að hann verður að fara að vinna og það er ekkert svo langur tími þar til hann kemur í bæinn aftur, en samt ég vildi helst bara vera eigingjörn og banna honum að fara. Æ, ég veit ég er nett klikk en engu að síður það er mín geðveiki rétt?!
Ég gerðist ekki svo fræg að baka fyrir hann einsog hann fyrir mig :S
\----> það verður bara bætt úr því næst... eða allavega lýg ég því að mér ;)
posted by Unknown
22:37
|