|
|
laugardagur, júní 12, 2004
Eyjar
Ég fór í heimsókn til eyja um síðustu helgi og var það bara mjög fínt. Fór einmitt á föstudeginum með seinni ferjunni og það var bara beint af bátunum í heimsókn til vinafólks Svavar... ekkert smá hresst fólk marr ;) Rúntuðum smá áður en farið var heim og minningarnar frá þjóðhátíð 2001 gjörsamlega flugu um í höfðinu á mér... grasið þar sem við vorum í "picknick", Gummi teip og Doddi í apotekinu -með sópinn líka, við löbbuðum lengstu leið að spítalanum því við lásum vitlaust á merkið þegar við vorum að fara með Ellu útaf tognaða hálsinum eftir geisp... hehehe...
Á laugardeginum var maður síðan rifin uppá rasshárunum og farið á "vor í eyjum" sem er svona sýning einsog eru oft í laugardalshöllinni (og Perlunni ef ég man rétt). Ég sem vildi helst bara sofa allan dagin var frekar mygluð og ekkert ýkja sælleg að sjá :S En hafði gaman af engu að síður. Sérstaklega að sjá hvað Brynja yngri systir Svavars skemmti sér vel, við fórum einmitt með hana. Svo var "að sjálfsögðu" kíkt á leikinn hjá Einari... sem bæ ðe wei Ísland tapaði HAHAHA... ágætis svefn sem ég fekk þar ;) Um kvöldið var okkur síðan boðið í vinnugrill hjá Herjólfi og voru bornar fram hinar fínustu kræsingar. Það var geðveik stemming, ég var alveg komin í partýgírinn. Þaðan fórum við aftur til Einars áður en á Sjómannaballið var haldið... nema hvað ég var ekki alveg að gúddera skólaumræður þegar maður í djammhugleiðingum, óh well þar fór djammarinn minn í off mode :( Sem mér fannst frekar fúlt og var ekkert ýkja spennt orðin fyrir ballinu en við skelltum okkur samt. Þetta var hið þokkalegasta ball, fyrir utan það að ég held að allir haldi að ég sé alger félagsskítur og kunni ekki að djamma. Svo var ég ekki í neinum djammfötum svo mér leið hálfkjánalega innan um allt þetta uppstrílaða fólk :S
Það var spilað mikið af Stuðmannalögum og varð mér hugsað til hennar Evu og reyndi því að hringja í hana einsog mófó en hún var bara að blaðra í símann við einhvern annan en mig!!! SKAMM EVA!!!
Á sunnudeginum var síðan horft á friends og Simpsons og slappað af... mmmmmm. Í kvöldmat eldaði mamma hans Svavars ekkert smá gott læri... mmmmmm... skiljanlegt að Svavar sé aðeins farinn að bæta á sig ;)
Mánudagurinn fór í smá göngu og síðan leti þar til ég fór þá um kvöldið. Þetta var sem sagt mjög skemmtileg ferð.
Já, ég má nú ekki gleyma að þakka Svavari fyrir að hafa bakað handa mér vöfflur bæði á laugardeginum og sunnudeginum, takk fyrir mig *koss og knús*
posted by Unknown
01:51
|