|
|
fimmtudagur, júní 24, 2004
Vinnan
Ég er sko að brillera í vinnunni. *hóst* Var eitthvað að flýta mér að draga lyftarann til að taka á móti vörum og klessti honum svo harkalega á vegginn að það datt partur af honum af :s He, hehe, svona smá obbosí! Ekki nóg með þetta þá var ég nota handlyftarann einsog hlaupahjól, sem er ekki frásögufærandi nema fyrir það að ég klessti á bretti sem ég sá ekki. Datt ég því fram af lyftaranum við höggið og lenti með sköflunginn á tjakkhúsinu (eða hvað sem það heitir). Ég fekk þennan stærðarinnar marblett á sköflunginn, ég er ekkert að ljúga en hann var yfir allan fokking sköflunginn!!!
Núna á mánudaginn (28. júní) hætti ég síðan á lagernum og fer uppá deild, það verður tilbreyting.
Jæja, voða lítið að segja meira en reyni að láta ekki líða svona lang á milli blogga... lofa samt engu ;)
posted by Unknown
23:06
|