|
|
föstudagur, júlí 30, 2004
Þjóðhátíð
Nú er ég stödd í Vestmannaeyjum og það lítur út fyrir að verða mjög gott veður í ár. Það var svolítil rigning í gær en núna er glampandi sólskin og heiðskýrt... kannsk maður komi sólbrennd heim ;) Ég ákvað að fá mér í glas í gær ásamt Einari vini hans Svavars (en Svavar var að vinna)við byrjuðum að horfa á leikinn og svo fórum við út að Týrsheimili þar sem húkkaraballið var haldið. Þar vorum við bara fyrir utan að tala við fólk og þvílíkur stemmari í gangi. Ég þekkti engan en leið samt einsog ég þekkti geðveikt marga... það var soldið skrýtið, þetta var svona einskonar dei-sja-vú. Vantaði samt fleiri til að vera í stemmingunni og sendi nokkur sms í von um að fleira skemmtilegt fólk væri þarna, en það bar engan árangur. Fólk var í bænum, annarri útihátíð eða bara á SPÁNI!!! Ef ég væri í tjaldi þá væri þetta svipað og 2001... þ.e. ég að öllum líkindum sólbrennd í framan ;)
Svavar kemur í kvöld svo ekki er langt í þá skemmtun :)
posted by Unknown
19:03
|