Happy-go-lucky 
  corner   



Heim
Skjalasafn

Bloggararnir:
*Sætastur*
*Sækó biatch*
*Bynni hözzler*
*Benedikt*
*Hildur Jóna*
*Anna Jóna*
*Steinunn*
*Ásgeir*
*Eva Hrund*
*Haffi*
Linkarnir:
~Bridge.is~
~Bridgefélagið~
~Skemmti-Carol~
~Baggalútur~
~B2.is~
~Leit.is~
~Mogginn~
~Fóbóleikur~
~Footy Footy~

Korktaflan:
Powered by TagBoard Message Board
Nafn

Slóð eða Emil

Skilaboð(broskallar)




online

What ever comes to mind...

 

sunnudagur, júlí 11, 2004

 
Tiltekt, bílasala og fleira spennandi

Jamm, þetta er farið að verða svolítið þreytandi. Ég er búin að vera að "taka til" eða öllu heldur að koma íbúðinni í búanlegt horf í alltof langan tíma. Þetta er gífurlega mikið vesen og tekur alveg ótrúlega mikinn tíma frá manni. Ég bjóst ekki við að þetta væri svona ógeðslega tímafrekt en árangurinn verður vel þess virði. Það verður sko hægt að bjóða fólki í heimsókn án þess að vera með geðveikann mórall yfir því að allt sé í rúst. Það verður haldið partý þegar allt er komið á sinn stað, eða um það bil í upphafi annar ;)
Nú er líka búið að fækka á heimilinu. Ég er búin að selja fallega litla sæta bílinn minn. Það var mjög sárt að horfa á eftir þessum dýrðargrip sem hann var og grét ég mig í svefn kvöldið sem hann var seldur :´(
Nú er það bara að treysta á tvo jafnfljóta og vona að þeir bregðist mér nú ekki... já og gulu þrumuna hans Svavars að sjálfsögðu, sem ég fæ væntanlega lánaða svona öðru hvoru ;)
Það er ráðstefna að byrja á morgun sem mig langar geðveikt að fara á, Bioastronomy 2004: Habitable Worlds. Ég hefði svo sannarlega farið ef ekki væri fyrir tvo hluti, að þetta er virka daga (12.-16. júlí) sem þýðir að ég er að vinna og þetta kosta litlar 28.000.- krónur!! Þetta er kannski ekkert mikið fyrir svona stóra ráðstefnu en ég fæ þetta ekki metið til vinnu og er ekki alveg inní mínum fjárhagsskala einsog hann er í dag. Ég verð því í staðinn að vera fastur gestur á svona ráðstefnum ÞEGAR ég verð rík!


Comments: Skrifa ummæli




This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting by HaloScan.com