|
|
laugardagur, nóvember 13, 2004
Íslandsmót Yngri Spilara í Tvímenning (ÍYST)
Ég er búin að skrá mig í það mót og fer það brátt að hefjast. Aðeins 5 pör hafa skráð sig síðast þegar ég kannaði málið, en ég er að vona að þau hafi nú verið aðeins fleiri. Sjáum til.
Ég geng full vonar um að vinna þetta mót og held að makker geri það líka, þrátt fyrir þrá hans í hinn forboðna mjöð sé svolítið sterk. Vona bara að hann hafi ekki verið að svolgra honum óæskilega mikið í sig í gærkveldi og hvað þá í kveld. Sjáum til.
Þessa helgi er einnig verið að spila Íslandsmót (h)eldri spilara í tvímenning, sem er í góðu lagi þar sem ég get ekki tekið þátt í hvoru tveggja þó ég vildi. Þessum tveimur mótum verður sennilega skellt saman í eitt þar sem það er ekki gott að hafa yfirsetu í Íslandsmótum og hvað þá fá pör. En yfirseta verðu annars hjá okkur ef það verður ekki gert, þar sem aðeins 5 pör (að ég best veit) hafa skráð sig, sem eru 10 spilarar og aðeins 4 gera spilað við hvert borð. Þannig að það yrðu þá 2 og 1/2 borð... 1/2 = yfirseta.
Jæja, þarf núna að fara að taka mig til og gera mig ready... sko ready to rumble!
posted by Unknown
09:51
|