|
|
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Ésso þreytt!
Þá er þreyta of stutts sólarhrings loksins farin að segja til sín. Já, það mættu alveg vera um 10 tímar til viðbótar í þessum mjög stutta sólarhring okkar. Hausinn á mér er alveg að springa úr þreytu... og nei ég er ekki veik, því ég er ekki með hita og ég verð ekki veik... nema stundum og núna er ekki stundum. Erfðafræðiskýrsluleiðindin eru þó að vera búin og aðeins 2 vistfræðiskýrslur eftir sem er bara gott. Ég er búin að læra meira í skýrslugerð bara á þessari önn en allan menntaskólann. Allra lægsta einkunnin mín er 5,5 og miðað við að ég kann ekki jack shit í tölfræði þykir mér það nú bara alls ekki slæmt. Ég er nú að skilja mun meira í henni og er því að verða ágætlega undirbúin fyrir þennan blessaða lífmælingarkúrs, sem ég þarf að taka á næstu önn... tölfræði here I come.
posted by Unknown
17:03
|