| 
 
 |  | 
      
      
        
          föstudagur, júní 27, 2003
         Segir maður óliðugri eða óliðugari??? held það sé fyrra en hið seinna hljómaði miklu betur... 
        posted by Unknown
        22:45
 
         Framvinda mála
 
 Nú er það bara brjáluð vinna í tvær vikur og svo er það langþráð frí í 3 vikur... ekkert nema coktailar um miðjan dag og liggja í leti, mmmm... hvað á maður ekki alltaf að gerast smá alki í fríunum sínum???
 
 Stundataflan mín er búin að vera þétt núna síðustu viku. Eftir vinnu er það annað hvort að fara að spila eða í ræktina. Vá, talandi um ræktina þá fórum við þrjár systur (ég, Halldóra og Stefanía) í jóga og það var ekkert smá mikið puð! Enda er varla hægt að finna óliðugari manneskju en mig! En nú með áframhaldandi jóga þá verður það sennilega í fyrsta sinn sem ég uppfylli áramótaheitið mitt... eða amk. eitt þeirra, sem var að verða liðugri... hehehe reyndar soldið skondið áramótaheit but hey nokkuð raunsætt ;)
        posted by Unknown
        22:33
 
         Shjæt
 Ég var að logga mig inn á þetta nýja blogger... blogger basic og ég er ekki að skilja rassgat! Fyrir utan það að allir íslensku stafirnir eru týndir og ég með þeim í þessu. Þannig að allir íslensku stafirnir sem ég er að skrifa hér eiga eftir að sjást ruglaðir... RIGHT! Me so smart! 
        posted by Unknown
        21:58
 þriðjudagur, júní 24, 2003
         vinnið
 
 Ég er soldill plebbi en það er bara í hinu góða. Fór að vinna í Deltunni á laugardaginn. Byrjaði klukkan átta og hætti um tíu og fór þá með Stefí systir að æfa. Ætluðum í jóga en tíminn var þegar byrjaður svo við bara hreyfðum aðeins við tækjunum. Eftir svefnlitla nótt fór ég að vinna á KFC á sunnudaginn og var gjörsamlega að mygla úr þreytu og leiðindum. Síðan var farið í ræktina aftur eftir vinnu á mánudeginum og núna er ég að fara að spila... sem sé have fun :)
        posted by Unknown
        18:37
 miðvikudagur, júní 18, 2003
         Þetta er´iggi gaman
 
 Ég fór í vinnuna en um eða uppúr níu leið mér svo illa að það var næstum liðið yfir mig. Ég þrjóskaðist við, læt ekki smá svima, hausverk og svitakast fæla mig frá vinnu ;) en gafst upp um hálf tólf og fór heim. Stuð, ekki satt?!
 Þetta var hinn fínasti 17. júni, fór með litlu krílin ásamt Helgu í bæinn og þar horfðum við á hin ýmsu skemmtiatriði. Smaladrengirnir voru snilld, magadansinn og Grease voru í miklu uppáhaldi hjá þeim litlu ;) Ég og Stefanía systir ætlum í magadans... loksins hef ég ástæðu til að sauma mér búning eins og Dísa í flöskunni var í, sem hefur verið draumur minn í ár og aldir. Smá Aladín fílingur í gangi :) Svo fór ég og gaf öllum börnunum kók og sleikjósnuð. Allir súperhappy! Það er svo gaman að vera skemmtilega frænkan sem dekrar krakkana hægri vinstri og hendir þeim síðan bandbrjáluðum í foreldrana aftur hehehe. Auðvitað fór að rigna og þá var haldið heim að horfa á skrípó. Krökkunum var síðan skilað um hálf níu. Yndislegur dagur.
        posted by Unknown
        17:51
 sunnudagur, júní 15, 2003
         Sumarfrí
 
 Nú fer lokunin í vinnunni minni að nálgast og ég hef ekki glóru hvað ég á af mér að gera í þessar þrjár vikur sem fríið er. Hver slær samt á móti þriggja vikna sumarfríi? Þó ég sé vinnualki þá geri ég það alls ekki. Talandi um vinnualka þá fékk Benjamín þá sniðugu hugmynd að vinna frameftir á fimmtudagskvöldið, sem ég hafði ekkert á móti. Við tókum að okkur nokkur verkefni og ákváðum að hætta ekki fyrr en þau væru búin. Engin vandkvæði þar nema fyrir það að þau voru svolítið tímafrek, meira að segja aðeins tímafrekari en við bjuggumst við :os Við enduðum með að vinna til klukkan þrjú um nóttina auk þess sem að mæta aftur í vinnuna klukkan átta. Ég bjóst við því að ég yrði drulluþreytt daginn eftir sem ég var alls ekki og þvert á móti. Það var sem mér hafi verið gefin vítamínssprauta í rassinn. En ég er ekki að hugsa um að leggja þetta í vana minn.
 
 Í gær fórum við í spilakvöld til Stefí systir. Við grilluðum og spiluðum Trivial... sem ég tapaði í með glæsibrag fyrir níu og fimm ára guttum. Svona er það þegar maður er "out smarted" einsog við segjum á góðri íslensku af gáfaðra fólki en maður sjálfur er... ég meina come on ég veit ég er ljóska and all... ég fligsa bara áfram hárinu, blikka augunum og flissa ;o)
        posted by Unknown
        14:25
 miðvikudagur, júní 11, 2003
         Baggalútur
 
 Þetta er snilldarsíða og varð því að linka hana hér inn... lesið og hafið gaman af ;o)
        posted by Unknown
        16:12
 þriðjudagur, júní 10, 2003
         Raftingferð
 
 Ferðin hófst um klukkan níu á föstudagskvöldið þegar haldið var úr bænum á fleygiferð inní ævintýrin út´á landi. Keyrðum sem brjálæðingar norður og vorum komin um miðnætti að Varmahlíð þar sem við tjölduðum með "mikilli" hjálp Eika. Svo þegar það var búið var farið að sofa enda stór dagur framundan ;)
 Kom upp smá misskilningur og því var ákveðið að vakna klukkan níu... hehee... úpps :os ...sko, við hefðum með réttu ekki þurft að vakna fyrr en um ellefu... æ þetta var bjánalegur misskilningur sem enginn þarf að vita af... JÁ, ég er ljóshærð! Allavega, um hálf tólf var haldið í raftingið. Eiki og Hrafnkeli var nú ekki sama þegar á staðinn var komið og þeir þurftu að skrifa undir "dauðadóminn"... þ.e. skrifa undir að það sé ekki á ábyrgð ævintýraferða ef eitthvað kemur fyrir... eikkað soleis. Ég, Haffi, Jón Bjarni, Daði, Tanja og Þórunn lentum saman í bát með klikkað skemmtilegum guide frá Nepal... held að hann heiti Anuk eða eitthvað. Gaurinn lét okkur gera fullt af hlutum sem hinir bátarnir fengu ekki að gera... hehehe we rule :o) Svo spurði hann okkur hvort við vildum ekki prófa að hvolfa bátnum sem við vorum alveg tilbúin til að gera og það tókst einu sinni. Svo reyndi hann oft að fá okkur öll til að detta útí en tvö af þeim skiptum datt hann einn útí... það var ekkert smá fyndið. Bara snilldar rafting!
 Eftir raftingið var farið að grilla svo eftir matinn settust allir og töluðu saman... hmmm, eða öllu heldur hlustuðu á Eika bulla við útlendingana sem voru með í för og grenjuðu úr hlátri. Drykkir voru hafðir við hönd og voru margir orðnir frekar skrautlegir um miðnætti. Einmitt þá datt okkur í hug að kíkja í Grettislaug. Ég var svo heppnin að vera annar af tvem dræverum og það á bensínlausum bíl sem ég reyndar vissi ekki að væri bensínlaus fyrr en við vorum rúmlega hálfnuð en þá datt okkur það snjallræði í hug að stöðva bílinn sem ég var á og fara í hollum á staðinn. Svo um þrjú var haldið til baka og bíllinn enn jafn bensínlaus (eða lítill öllu heldur) skrítið ég hélt að það fylltist alltaf á bílana bara sjálfkrafa :) Haldið var inn á Sauðarkrók og þar var rúntað bæinn endinlangann til að finna sjálfsala og eftir að hafa farið í amk. þrjá hringi í bænum þá loks fannst hann og bensín var sett á bílinn. Eiki ákvað að gerast guide fyrir útlendingana og benti þeim á allt sem fyrir var... sem var allt drepfyndið... t.d. these white rolls... yes, those marshmallows over there are fullt of hey... allavega var þetta ekkert smá fyndið.
 Það grátlega við ferðina var að þurfa að fara úr þessu líka glaða sólskini í grenjandi rignuna í Reykjavík :o(
 Þeir sem ekki létu sjá sig í þessa ferð misstu sem sagt af miklu!
        posted by Unknown
        09:57
 
 
   |