Happy-go-lucky 
  corner   



Heim
Skjalasafn

Bloggararnir:
*Sætastur*
*Sækó biatch*
*Bynni hözzler*
*Benedikt*
*Hildur Jóna*
*Anna Jóna*
*Steinunn*
*Ásgeir*
*Eva Hrund*
*Haffi*
Linkarnir:
~Bridge.is~
~Bridgefélagið~
~Skemmti-Carol~
~Baggalútur~
~B2.is~
~Leit.is~
~Mogginn~
~Fóbóleikur~
~Footy Footy~

Korktaflan:
Powered by TagBoard Message Board
Nafn

Slóð eða Emil

Skilaboð(broskallar)




online

What ever comes to mind...

 

fimmtudagur, janúar 29, 2004

 
Keppnin er framundan

Þá líður að Íslandsmóti yngri spilara í sveitakeppni. Djöfull ætlum við að taka þetta... en annars veit maður ekki. Það er bara að gera sitt besta og vona það dugi. Úff, spenningurinn er alveg að ná hámarki.

Ég er orðin svo slæm í því að gera grín af sjálfri mér að ég er næstum farin að trúa öllu þessu gríni. Ef ég segi eitthvað sem á ekki heima alveg í samræðunum sem eru í gangi kenni ég að sjálfsögðu ljósa hárinu um ;) og svo nú eftir að ég komst að því að ég er dvergur er það náttúrulega orðið ágætis skotmark á mig... OK, ég viðurkenni það alveg að fólk finnur yfirleitt galla hjá öðrum og gerir grín að þeim og láta aðra um að gera grín að sér. Ég er bara nokk geðveik en hef gaman að þessu.

Andskotans... já, já ég er svolítið orðljót... við áttum að skilja kasein sem er aðalpróteinið í mjólk úr mjólkinni en gaurinn sem er að kenna okkur verklegt vissi ekki að mjólkin sem við fengum var orðin of gömul fyrir þessa æfingu og mistókst hún alveg hrapalega hjá okkur. Ekki okkur að kenna en fitan í mjólkinni vildi enganveginn leysast upp út af þessu og allt í steik og við megum víst gera grín af kennaranum í skýrslunni okkar fyrir vikið... held samt að það verði ekki gert.


mánudagur, janúar 19, 2004

 
 
Gæludýr

Mig hefur alltaf langað í simpansa sem gæludýr... það er einmitt sagt að fólk velji sér gæludýr sem eru líkust þeim ekki satt, eða á það bara við um hunda? ;) Síðan var ég að horfa á þátt um spendýr á stöð eitt (RÚV) og þá fann ég the ultimate gæludýr... blökuapa, þeir eru ekkert smá mikil krútt og ég var ekki lengi að skipta simpansanum mínum út fyrir eitt svoleiðis :-D
 
Bara fyirr Óla:

Óli er bestur!

...ekkert samt vera að taka neitt rosalegt mark á þessu sko... ;)


sunnudagur, janúar 18, 2004

 
Lágvaxin eða bara dvergur?

Ég er ekki búin að gera neitt alla helgina nema að liggja í leti og ég sem ætlaði að vera svo dugleg. Ég kenni áfallinu sem ég fekk á fimmtudaginn um. Það er nú þannig að maður mætir í sakleysi sínu í tíma alveg grunlaus um það sem koma skal og þeir skella því bara framan í mann að maður sé bara pínu-oggu-agnar-lítill einstaklingur! Já, það var nú þannig að í áttunda og níunda bekk var ég nákvæmlega 159.9 cm að hæð og sennilega bara til að ergja mig hækkaði ég bara ekki neitt og hafði ég vissulega áhyggjur af þessu. Svo í svona hundraðasta skiptið sem ég fór til hjúkkunar og læt mæla á mér hæðina komst ég að því að ég yrði bara ekkert hærri og varð því bara að sætta mig við þessa bitru sta?reynd. Svo var það ekki fyrr en í líffræði 203 að við ættum að segja hæð okkar og ég náttúrulega sagði einsog ég vissi best að ég væri 159.9 að hæð. Kennarinn ("Siggi kúlurass") var nú ekki alveg á þeim nótunum og við í sameiningu nokkra nemenda ákváðum að ég væri svona 162-3 cm og trúði því statt og stöðugt, þar til núna á fimmtudaginn. Einmitt þá áttum við að mæla hæðina á okkur, gekk ég óhrædd að mælistikunni en komst þá að því að ég er bara 160,3 cm að hæð og þar með langminnst í mínum "bekk"! Já, ég fekk svolítið áfall og hef ekki jafnað mig á þvi enn. En einsog þeir segja: ,,Margur er knár þó hann sé smár"

P.s. ég hata þegar fólk segir að ég sé lítil þó ég viti það vel... og beri það vel líka ;)


föstudagur, janúar 16, 2004

 
Ákvað að kanna hvað "litli maðurinn" getur gert.

Nei, þessi grein tengist ekkert kynlífi. Perrar... eða var ég bara ein sem hugsaði þetta? Allavega, þá ákvað ég að kanna hve rödd almúgans væri sterk. Ekki stefni ég á alþingi svo ég læt þau málefni ekki fara mikið í taugarnar á mér... en þegar þau ná inná mig verð ég pirruð í marga daga. Mitt heita málefni er bridge, datt einhverjum það í hug? ;)
Nú er það þannig að Íslandsmót kvenna og yngri spila í sveitakeppni er á sama tíma og ég hefði tekið þátt í báðum mótunum ef þau hefðu verið á sitthvorum tímanum. Svo ég sendi eftirfarandi póst inná spjallið á bridge.is:
Ég verð að lýsa óánægju minni yfir því að Íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni sé á sama tíma. Hvað á ég að gera sem kvenkyns yngri spilari? Er ekki gert ráð fyrir ungum stúlkun (konum) í bridge-inum? Ég sjálf hefði viljað taka þátt í báðum mótunum, en það er ekki hægt. Jú, þetta hefur verið svona í einhver ár en er ekki hægt að breyta eða hagræða þessu? Sérstaklega þegar verið er að ýta undir aukinni þáttöku yngri spilara og þá væntanlega einnig kvenkyns, ætti því að reyna að taka tillit til þeirra í keppnishaldi. Finnst mér t.d. fyrirkomulagið þegar Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi er, óaðfinnanlegt þar sem engir hagsmunaárekstrar eru. Það væri svolítið undarlegt ef sama manneskjan gæti flokkast bæði undir yngri spilara og eldri. :)

The protestor in me is breaking out... múhahahahaha...


miðvikudagur, janúar 14, 2004

 
Fyrir þá sem skilja og þá sem ekki skilja...

I´m floating on a pink cloud *huge-smile*


þriðjudagur, janúar 13, 2004

 
Ehemmm

Ég er svo mikill svindlari að það er ekki fyndið. Ég setti mér það markmið að safna fyrir flotta nýja rúminu sem mig langaði svo í. Jú, það gekk alveg ljómandi vel og peningarnir gjörsamlega komu í bunkum inn á reikninginn minn (í mínum draumaheimi allavega) og ég sá að með þessu áfram haldi yrði þetta nú bara "pís of keik". Nema hvað kemur póstburðargaurinn ekki með einhverja helv... reikninga sem ég var bara alls ekkert búin að biðja um. Það er víst bölið við það að kaupa sér húsnæði, maður þarf að borga af því. Ekki var reikningurinn minn lengi að tæmast og rúmið að fjarlægjast. Þá lagðist svolítil dula yfir mig og svartsýnin eitthvað að læðast um. Nú var ég viss um að með þessu áframhaldi myndi ég aldrei eignast rúmið og ef svo heppilega vildi til að ég eignaðist nokkurntíman pening aftur þá yrði rúmið uppselt. Isss, eftir heilan dag í sjálfsvorkun og volæði þá fann ég litla smugu sem varð til þess að nú er það bara að setja rúmið saman og þá á ég "a whole lot of bed". Úhh, fyrsta stóra rúmið mitt. Nætí næt, all night and day.


sunnudagur, janúar 11, 2004

 
Idol

Ég veit ekki með ykkur en ég horfi á Idol-stjörnuleit ef ég get og er ég bara über ánægð með þremenningana sem eftir eru. Kalli Bjarni er að sjálfsögðu í uppáhaldi og ekki svo langt undan er hún nafna mín Anna Katrín. Hef "haldið" með þeim frá byrjun og er alveg ógeðslega stolt af þeim. Þetta er einmitt hlutur sem ég gæti ekki fyrir mitt litla gert og er ég eiginlega stolt af öllum fyrir að hafa þorað. Meira að segja þeim sem byrjuðu og gátu ekki sungið þó þeim hefði verið borgað fyrir það, því án þeirra hefði maður ekki getað hlegði eins mikið og maður gerði í upphafi (áheyrnarprufunum). Svo á hún Vala sem mér fannst ekki eiga heima þarna og varla þoldi eiga skilið klapp fyrir frábærann húmor ("...litli homminn hann býr í mér, lilti homminn hann býr í þér..."). Annars bara Kalli Bjarni í 1. sæti, Anna Katrín í 2. og fimmhundruðkallinn með skemmtilega hláturinn í það 3. ;)
 
Lífið er tölvuleikur.


fimmtudagur, janúar 08, 2004

 
Ég er súper-dúper-happý!

Ég er búin að ná þrem af fjórum námskeiðum og djöfull er ég ánægð! Var einhver vafi? uhhhh, nei nei... kannski bara smá stess og orfurstress auk örlítils kvíða um að vera fallin í öllu nema stærðfræði af því ég svaraði ekki nægilega nákvæmlega hinni og þessari spurningu... Anyways eru þau köst á enda og ég dansandi og syngjandi um ganga skólans á nýrri önn. Þó svo hún sé við fyrstu sýn einsog helvíti á jörðu og það er vægt til orða tekið! En það fær ekki spillt þeirri gleði sem býr innra með mér nú... the happy-power with in. Einsog þeir segja: ,,ekki er nú öll geðveikin eins..."


mánudagur, janúar 05, 2004

 
Litla lúða barn

Ég er svo mikill snillingur að ég vaknaði í mogun alveg eldhress klukkan núll-fjögurhundruð til þess að mæta í skólann. Stillti vekjaraklukkuna mína reyndar á 07:00 en ég var bara svo spennt að ég gat ekki beðið. Svo gerði ég mig klára og mundi svo eftir því að ég hafði ekki græna glóru hvert ég ætti að mæta??? Ég hafði jú stundatöflu en á henni stóð hvorki hvaða stofur né byggingu ég átti að mæta í. Nú vandaðist málið, því ég hafði og hef ekki aðgang að netinu heima hjá mér svo ég varð að skella mér til foreldraeininganna til að laumast á netið. Ég beið til klukkan ó-sevenhundrad til að hringja í þau. Vakti þá pabba (úpps) með þeim lukku orðum allra foreldra og fögrum tónum ,,góðan dag, góðan dag, gles og gín það er mitt fag. Ef þú afi gamli kannski vildir, sýna einsog tíu teiknimyndir. Viltu setja, viltu setja, viltu setja þær tækið í." Flestir ættu að kannast við þetta úr þætti hans afa sem var vikulegur viðburður í minni æsku (shit, pældíði mar er að verða þrítug... eða næstum því).
Æj, já svo ég haldi mig nú við efnið þá dreif ég mig til foreldranna og heilsaði og settist í tölvuna. Eftir smá pikk og eitthvað vafur þá komst ég að því að það ekkert var á netinu um það hvert ég ætti að mæta svo ég var enn í sama vandanum. Hjartslátturinn jókst eftir því sem klukkan nálgaðist átta, enda átti ég að mæta í skólann þá. Klukkan var orðin átta og ákvað ég því að hringja í skólann sem opnaði ekki fyrr og bað um samband við einhvern sem gæti aðstoðað mig í þessum krísum mínum. Jú, mér var gefið beint samband við hann Svein (hef ekki hugmynd um hver það er???)en ég fekk einungis að tala við símsvara hans... var að hugsa um að les inn einhver móðursjúk skilaboð því ég var jú í einu allsherjar móðursýkiskasti, bara sviti og læti... Skellti ég á og hringdi aftur niðrí skóla, þar sem ég reyndar held að konan hafi verið að hlæga að mér en hvað um það og bað um að fá að tala við einhvern sem væri við. Hún gaf mér samband við þar ágætis konu sagði mér að það væri nú ekki enn búið að skipa í stofurnar. ,,HA? Ekki enn búið að skipa í stofurnar?" apaði ég eftir henni. ,,Nei, það er verið að vinna í því núna. Það verður sennilega komið inná netið eftir hádegi". ,,EFTIR HÁDEGI? en hvað með alla tímana sem ég á að vera í akkúrat núna?" ,,Ha? Þú átt ekki að vera í neinum tímum núna, skólinn byrjar ekki fyrr en þann 7." "HA? Hvað áttu við en ég á að vera í tímum núna, það stendur á netinu???" "En kennslan byrjar ekki fyrr en 7." sagði hún og var farin að hlæga að mér og ég var aðeins farin að átta mig á því að ég hafði gert svo mikil mistök. Við spjölluðum smá og hlógum að vitleysu minni. Það besta við þetta er að ég fekk nú tvo heila auka frí daga sem verða vel varðir í enn meira át og stúss. Þetta er fín byrjun á nýju ári og vona að framhaldið verði jafn skemmtilegt... einsog þeir segja hláturinn lengir lífið :)






This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting by HaloScan.com