|
|
laugardagur, júlí 31, 2004
Sól sól sól
Hér á eyjunni sem ætti að sækja um sjálfstæði er mikil sól einsog fyrirsögnin gefur til kynna. Það er frábært að vera hérna og ekki verra að hafa aðsetur í heimahúsi og geta hoppað niðrí dal og skemmt sér við tækifæri. Annars var Svavar að vinna til 23:00 í gær og fór aftur að vinna í morgun en hann kemur klukkan 16:00 í síðasta lagi heim. Þá er það smá dúr og matur svo er bara að skella sér í dalinn að syngja og tralla langt framá nótt.
Sáuð þið fréttirnar, þar sem Herjólfur (skipið), tók þessa líka svaklegu dýfu? Þetta var ekkert smá flott. Djö, hvað ég hefði viljað vera um borð.
Jæja, nóg að gera stemmarinn alveg í góðum gír hérna og ekki vera eyða tímanum í eitthvað blogg ;)
posted by Unknown
13:07
föstudagur, júlí 30, 2004
Þjóðhátíð
Nú er ég stödd í Vestmannaeyjum og það lítur út fyrir að verða mjög gott veður í ár. Það var svolítil rigning í gær en núna er glampandi sólskin og heiðskýrt... kannsk maður komi sólbrennd heim ;) Ég ákvað að fá mér í glas í gær ásamt Einari vini hans Svavars (en Svavar var að vinna)við byrjuðum að horfa á leikinn og svo fórum við út að Týrsheimili þar sem húkkaraballið var haldið. Þar vorum við bara fyrir utan að tala við fólk og þvílíkur stemmari í gangi. Ég þekkti engan en leið samt einsog ég þekkti geðveikt marga... það var soldið skrýtið, þetta var svona einskonar dei-sja-vú. Vantaði samt fleiri til að vera í stemmingunni og sendi nokkur sms í von um að fleira skemmtilegt fólk væri þarna, en það bar engan árangur. Fólk var í bænum, annarri útihátíð eða bara á SPÁNI!!! Ef ég væri í tjaldi þá væri þetta svipað og 2001... þ.e. ég að öllum líkindum sólbrennd í framan ;)
Svavar kemur í kvöld svo ekki er langt í þá skemmtun :)
posted by Unknown
19:03
sunnudagur, júlí 25, 2004
Þrif, flutningur og eyðsla
Nú er þetta allt að koma heim og saman. Íbúðin er að verða einsog ég vil hafa hana, eða öllu heldur einsog við viljum hafa hana :) Jamm, Svavar er fluttur inn. Þetta er í senn scary og ánægjuleg tilfinning, að vera byrjuð að búa, úfff.
Ég snarðai mér á opnun BT og keypti mér heimabíó, nú verður haldin regluleg videókvöld í vetur og áhugasamir mega koma ;) Sá Evu Hrund og Haffa í BT, alltaf gaman að sjá fólk sem maður hefur ekki hitt í langan tíma :)
Peningaeyðsla mín endaði ekki þar þó svo ég eyddi ekki meira í BT. Já, ég skellti mér á einsog eitt stykki nýjan síma, NOKIA 6610i. Þetta er mjög fínn sími sem inniheldur myndavél og margt fleira áhugavert.
posted by Unknown
14:15
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Þreytt og kvíðin
Nú er klukkan komin langt fram yfir minn háttatíma en ég get bara ekki sofnað. Það er svona þegar maður verður of þreyttur að maður getur ekki sofnað. Úfff, of þreytt til að sofa þá er það svolítið langt gengið ekki satt. Æ, annars held ég að þetta svefnleysi mitt sé líka útaf söknuði og kvíða. Já, ég sakna Svavars svo rosalega að ég vissi ekki að manni gæti liðið svona. Mig langar svo að hlaupa til eyja (já, ég er alveg að sjá mig fyrir mér hlaupandi yfir eitthvað vatn *hóst* haf *hóst*) og taka hann í fangið og aldrei sleppa... *He´s mine!!!*
Svo kvíður mig mikið fyrir læknisskoðuninni sem ég á að fara í á fimmtudaginn. Úfff, þeir finna ábyggilega einhverja afsökun til að pota í mig einhverri nál... ég finn hvað blóðið streymir stríðum straumum úr höfðinu á mér bara við tilhugsunina.
Hefur einhver farið í svona brjóstakrabbameinsskoðun? Ég er að spá í að fara í svoleiðis líka en er alveg drulluhrædd um að þeir taki upp nál og sprauti mig... bara af því þetta er ég! Þó svo það sé ekki venjan, ég veit það vel en samt þeir finna örugglega einhverja lausn á því og sprauta mig!!!
Svavar kemur samt á fimmtudaginn, þá ætti ég að sofa eitthvað... ég veit ekki hvernig ég fer að í þessar 3 vikur sem hann verður í burtu... úfff...
posted by Unknown
01:11
sunnudagur, júlí 11, 2004
Tiltekt, bílasala og fleira spennandi
Jamm, þetta er farið að verða svolítið þreytandi. Ég er búin að vera að "taka til" eða öllu heldur að koma íbúðinni í búanlegt horf í alltof langan tíma. Þetta er gífurlega mikið vesen og tekur alveg ótrúlega mikinn tíma frá manni. Ég bjóst ekki við að þetta væri svona ógeðslega tímafrekt en árangurinn verður vel þess virði. Það verður sko hægt að bjóða fólki í heimsókn án þess að vera með geðveikann mórall yfir því að allt sé í rúst. Það verður haldið partý þegar allt er komið á sinn stað, eða um það bil í upphafi annar ;)
Nú er líka búið að fækka á heimilinu. Ég er búin að selja fallega litla sæta bílinn minn. Það var mjög sárt að horfa á eftir þessum dýrðargrip sem hann var og grét ég mig í svefn kvöldið sem hann var seldur :´(
Nú er það bara að treysta á tvo jafnfljóta og vona að þeir bregðist mér nú ekki... já og gulu þrumuna hans Svavars að sjálfsögðu, sem ég fæ væntanlega lánaða svona öðru hvoru ;)
Það er ráðstefna að byrja á morgun sem mig langar geðveikt að fara á, Bioastronomy 2004: Habitable Worlds. Ég hefði svo sannarlega farið ef ekki væri fyrir tvo hluti, að þetta er virka daga (12.-16. júlí) sem þýðir að ég er að vinna og þetta kosta litlar 28.000.- krónur!! Þetta er kannski ekkert mikið fyrir svona stóra ráðstefnu en ég fæ þetta ekki metið til vinnu og er ekki alveg inní mínum fjárhagsskala einsog hann er í dag. Ég verð því í staðinn að vera fastur gestur á svona ráðstefnum ÞEGAR ég verð rík!
posted by Unknown
15:49
|