| 
 
 |  | 
      
      
        
          föstudagur, ágúst 29, 2003
         Já, ég er nú skráð í grasafræði A. Vúhú!
 
 Og Benni ég er alveg vissum að ég hafi ekki tekið einhverja U-beygju... var allavega ekki að forðast þig... var reyndar ekki alveg vissum að þetta væri þú, he he *vandræðalegt bros* :)
 posted by Unknown
        19:38
 
         Ótrúlegt en satt
 
 Tölvukunnáttan mín er ekki uppá marga fiska skal ég nú segja ykkur... og mér finnst að ég eigi að vera best í öllu :( Ég skráði lappann minn á þetta þráðlausa net í skólanum og jújú skráningin er komin í gegn en ég kann ekki shæt á þetta dót og það er engin eiginleg nettengin fyrir þráðlausa netið svo ég kann ekkert að logga mig inn. Ef einhver hefur skilið eitthvað af þessu og veit hvað ég á að gera þá er allt í lagi að koma með pointera *puppy-eyes*
 Þetta virðist allt vera á réttri leið, komin í skólann, mjög áhugasöm og geri allt til að sleppa við að fara að læra heima... fór með Evu Ösp á kynninguna fyrir félagsvísindadeildina og hlustaði á ræðumennina stama ræðurnar sínar og gera lítið úr öðrum deildum og þá sérstaklega raunvísindadeild því að hún fekk meira fjármagn en þeirra deild. En þeir voru samt ekkert að kvarta sko, en ætluðu að byðja nemendur um að sameinast í að reyna að fá meiri fjármögnun og byggingarleyfi næst! Ekki kvarta mæ es! Þeir komust reyndar að þeirri niðurstöðu að þau fengu minna fjármagn því þau væru gáfaðri... eða bara með minnimátta(r)kennd!
 Ég stóð í þeirri meiningu að þegar í háskóla væri komið þá væru allir jafnir og fólk ekki með þennan typparýg. But was I wrong or was I wrong??? Ég þoli ekki þetta stéttaskiptingarkjaftæði sem er viðloðandi í þessu samfélagi. Hvert sem litið er, er einhver að þykjast vera meiri því hann er í hærri stöðu þó svo manneskjan við hliðina vinnur alveg jafn mikilvægt starf. Fólk er fólk og ef allir væru í sama starfinu með sömu launin og lifðu sama lífinu hvert væri þá gamanið í því að lifa? Ekkert! Amk. finndist mér það ekki.
 OK, ég er farin að læra... hehehe...
        posted by Unknown
        19:35
 miðvikudagur, ágúst 27, 2003
         Skild´etta vera skólajól???
 
 Ég trúi því ekki enn að mér hafi tekist að klúðra skráningunni minni í skólann :S Lúði!!! Já, ég taldi mig vera svo gáfaða að ég gæti bara farið beint í Grasafræði B... hehehe, RIGHT! Ég ætlaði að skrá mig í Grasafræði A en ruglaði síðasta tölustafnum í skránungunni smá skrifaði 1 sem átti að vera 7. Hehe... vona að það komi nú ekki fyrir á prófi... úpps. Þannig að ég þurfti í dag að skrá mig úr mínum fyrsta áfanga og skrá mig, að mér fannst, aftur í Grasafræði A.
 Þá er fyrsti skóladagurinn búinn og þetta leggst líka svona rosalega vel í mig. Þetta eru að mér sýnist bara áhugaverð fög sem ég er í... fyrir utan stærðfræði 503 all over again!!!! Hve oft í lífinu á ég að þurfa að sitja þennan áfanga? Og ég sem stóð í þeirri meiningu að ég væri búin með kvótann... *ARG* & *BLÓT*
 Verð samt að játa að mér finnst ég vera einsog illagerður hlutur sem á hvergi heima þarna. Við erum á flakki milli húsa og bæjarhluta. Er samt heppin að því leyti að ég er alltaf í VRII nema einu sinni á miðvikudögum, þegar við erum í vindgöngunum og í verklegu tímunum á Grensásvegi... vúhú fæ fleiri lykla, veit reyndar ekki hvað ég á að gera við alla þessa lykla sem ég hef orðið undir höndum but hey ég er lykilmanneskjan... fattiði LYKIL- manneskjan... HAHAHAHA... ok brandarinn búinn!
 Annars hvert fer maður til að setjast niður og læra? Hvar eru setu-, kaffi- og frímínútu-hitti-staðirnir? Jeg flytter bara på Þjóðarbókhlaðan! Það er einhver sem á að koma og leiða mann og sýna manni helstu placeinn. Það finnst mér að minnsta kosti... maður á alltaf að segja það sem manni finnst... got what æm sei-ing?
 Skólabækurnar bíða og það er ekki gott! bæbbs
        posted by Unknown
        15:05
 sunnudagur, ágúst 24, 2003
         Nú líður að vinnulokum og skólinn að byrja
 
 Síðasti vinnudagurinn minn er á þriðjudaginn, vinn reyndar bara til hádegis því það er kynning fyrir nýnema eftir hádegi. Ohhh, dúllurnar í vinnunni minni ætla að fara með mér út að borða í hádeginu til að kveðja mig og vegna vel unnina starfa okkar allra. Ekkert smá sætt af þeim :) Ég var næstum farin að gráta á föstudaginn þegar ég áttaði mig á því að ég væri að fara að hætta... í alvörunni að hætta! Svo er ég líka svo stressuð á því að byrja í skólanum. Er einhvernvegin alveg vissum að ég eigi ekki eftir að kunna neitt og vera gjörsamlega einsog *kúkur*. Jæja, það þýðir lítið að hugsa um það núna.
 Ég var að horfa á formúluna í dag og nú er þetta orðið ekkert smá spennó... litli Schumacher endaði að vísu bara í 4. á eftir  Alonso, Räikkönen og Montoya. Samt ekki eins flott byrjun núna og í Þýskalandi... þegar þeir lentu þrír saman, R. Schumacher, Räikkönen og Barrichello alveg í upphafi. Díses, svo fekk Ralf einhverjar 4 millur í sekt. Samt flottasta formúlan var... æj þegar það var helli rigning og það kláruðu bara átta að mig minnir. Ok, ég horfi á formúluna bara útaf árekstrunum! Af hverju ætti maður annars að horfa á hana ;)
 Íþróttamanneskjan hún ég sem telur það vera hreyfingu ef hún horfir á íþróttir í sjónvarpinu... var líka að fylgjast með boltanum. Þar áttust við USA og Brasilía og auðvitað hélt ég með Brössum en þetta hitti svo illa á að þegar staðan var 1-0 fyrir mínum þá var formúlan að byrja svo ég skipti yfir. Ég taldi mig geta fundið úrslitin einhversstaðar á netinu eða á textaverpinu en allt kom fyrir ekki það er einsog þessi leikur hafi ekkert verið spilaður og mig hafi bara verið að dreyma eða eitthvað. Tel líklegast að Eurosport hafi verið að sýna gamlan leik en mér er sama ég vil vita hvernig hann fór :(
 Ef einhver veit hvernig þessi leikur fór þá yrði ég himinlifandi.
        posted by Unknown
        20:26
 miðvikudagur, ágúst 06, 2003
         Smá stress
 
 Það eru 21 dagur í að skólinn byrji og ég er ekkert smá stressuð. Ég hef hlakkað til að fara í skólann í allt sumar en nú er ég ekkert svo vissum að ég þori :S Venjulega kemur þessi hræðsla í mig svona viku fyrir skólabyrjun en vá ég er að farast úr stressi.
 Það var ekkert smá fínt að fara til útlanda og slappa aðeins af... mmmmmm. En ef ég kvóta svolítið í hana Evu Ösp þá er mér illt í kortinu mínu... en á massa mikið af fötum og drasli jey... samt með smá samviskubit því nirfillinn í mér er alveg að lemja mig í hjel... well ætli maður verði ekki að taka afleiðingunum af gjörðum sínum.
        posted by Unknown
        21:24
 
 
   |