|
|
mánudagur, maí 31, 2004
Eyjar here I come...
Það er bara stefnt á eyjarnar næstu helgi, ég held að það eigi eftir að vera svaka stuð.
Næstum búin að mála alla gluggana, bara hörkudugleg sko ;) Jæja, farin að spila :D
posted by Unknown
18:03
sunnudagur, maí 30, 2004
Gluggarnir fara að verða tilbúnir
Maður er í fullum gangi við að mála gluggana setja stormjárn á og gera allt klárt fyrir loka verkið að setja rammann og sólbekk í :)
Ætla að vera hörkudugleg í dag og rumpa þessu bara af sem mestu svo bæó í bili.
posted by Unknown
14:30
laugardagur, maí 29, 2004
Já, já, ég veit en æji...
Ha! Ha! ég sá við svefnleysinu... svaf með sængina hans Svavars... mmmmmmm...
VARÚÐ ÞESSI PARTUR PÓSTSINS ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMAR SÁLIR!!!
Dreymdi um Svavar... var að sleikja og narta í djúsí varirnar hans, kyssti hann eftir bringunni og nartaði í flottu nipplurnar hans. Síðan var ég að totta hann og leit á hann, beint í óendanlega fallegu brúnu augun hans. Mmmmmmmmmmm
OK, þetta hljómar kannski einsog klámmynd, en þetta var geðveikt sexý og fallegur draumur og ég vaknaði sæl... og blaut ;)
posted by Unknown
00:11
miðvikudagur, maí 26, 2004
Eyjapeyjar!
Svavar er farinn til eyja og ekki víst að hann komi nokkuð uppá land aftur fyrr en í haust :( *snökkt* *snökkt*
Jæja, kannski maður kíkji þá bara á eyjarnar í staðin... ha, hvernig væri það nú? Ég hef ekki komið þangað í mjög langan tíma. Gaman að sjá þetta allt án þjóðhátíðaryfirbragsins. Æj, ég sakna hans svo mikið... ég svaf illa í nótt án hans :(
posted by Unknown
17:19
Nú er vinnutími!
Jæja, nú er skólinn búinn og vinnan byrjuð. Ég er að vinna hjá Deltunni eða á að segja Actavis, sem er nýja nafnið. Ég er núna í nýrri stöðu, niðrá lager einmitt. Jú, jú, þetta er fínt... svolítið öðruvísi en engu að síður fínt. Það er svolítið spennandi að byrja í "nýrri" vinnu. Vona bara að þetta eigi eftir að ganga vel :)
posted by Unknown
16:57
fimmtudagur, maí 20, 2004
Þetta er nú meiri leti dagurinn
Mmmmm, ég er ekki búin að hreyfa mig í allan dag, hreinlega ekki gera handtak. Það er notarlegt en ekki alveg nógu sniðugt sérstaklega þar sem það er nóg að gera. Smá leti í dag svo verður tekið til hendinni á morgun. Svavar er einmitt að fara að koma í bæinn á eftir. Æ, hvað ég hlakka til *a big huge ass smile*
Ohh, ég er svo löt að ég nenniggi að blogga meira.
posted by Unknown
16:02
sunnudagur, maí 16, 2004
Ohhh
Já, nú er það svo að Svavar er bara farinn að vinna á Herjólfi og verður því í eyjum í allt sumar eða svo til... Hver skipuleggur eiginlega svona lagað?? Ekki var ég búin að leyfa þetta!
Það verður þá bara net- og símakynlíf í sumar, grrr, baby!
posted by Unknown
17:23
júróvísíón
HAHAHA... þetta er mesta snilld í heimi. Ekki nóg með að þetta var alveg ógeðslega leiðinleg keppni og við ekki að fá nein stig... hehehe engin furða með þetta fáránlega lag og þessa líka asnalegu takta hans Jónsa. Ég bara spyr var könguló á sviðinu?... voru öll lögin hvert öðru verra. Ég fór einmitt í partý til Halldóru systir með Stefaníu. Þær ákváðu að staupa þegar Ísland fekk stig og þegar stigagjöfin var hálfnuð höfðu þær ekki staupað neitt svo þær fóru að staupa fyrir Úkraínu. Enda var Stefí systir búin að halda með Ruslönu frá upphafi því hún hafði enga trú á laginu okkar... híhíhí... Það var svo fyndið að horfa á þær síðan þegar Úkraína var farin að fá stig í hvert einasta skipti og þær orðnar svolítið hífaðar... HAHAHAHA. Mesta snilld í heimi.
Svo skutlaði ég þeim stöllum í bæinn um eitt leitið og fór þá sjálf heim að sofa enda orðin ekkert smá þreytt eftir annasaman dag. (Var að keppa sko)
posted by Unknown
17:08
Svona fór það
Mikið rosalega fer þessi nýja uppsetning í taugarnar á mér!!! Ég ætlaði nú ekki að tjá mig um það hér og nú.
Ég var að klára að keppa og það gekk bara þokkalega vel... við unnum að vísu ekki en enduðum í 7. sæti af 40. Við vorum lengi vel í 3. sæti og var það bara klaufaskapur að halda því bara ekki. Svona fór þetta og það er ekki aftur snúið... jaaa, nema einhver lumi nú á einsog einu stykki tímavél. Ha? Einhver? Ha?
Það mátti reyna!
posted by Unknown
16:56
þriðjudagur, maí 11, 2004
Þetta er nú meira kjaftæðið!!
Eru þeir alltaf að breyta þessum helvítis blogger... nú er mér hætt að lítast á blikuna ég sem var farin að kunna mjög vel við hina uppsetninguna. Hér með mótmæli ég þessari nýju uppsetningu, þó svo ég viti að það sé til lítils gagns eru það engu að síður mótmæli af minni hálfu. Fussum svei segi ég bara einsog hún Soffía frænka í Kardemommubænum!
Óver end át, plís dónt sját!
posted by Unknown
01:38
sunnudagur, maí 09, 2004
Þetta er klikkun
Hver leyfir svona lagað? Ég bara spyr... efnafræði og stærðfræði þetta er algert kjaftæði og á ekki að vera leyft!
Já já ég er í mjög einfaldri efnafræði og allt það en OMG (ó mæ god) hvað þetta er óendanlega leiðinlegt. Shæse! Það verður allt betra þegar þetta er búið...
Vona ég...
eða...
júmmm...
I know it will be OK!
posted by Unknown
15:46
þriðjudagur, maí 04, 2004
Þetta verður gott!
Dott tapaði eftir hreint út sagt frábæra byrjun... það er sorglegt.
Það gengur enganvegin að losna við prófkvíðann... það er ekki gott.
Fyrsta prófið mitt er á morgun... það er slæmt.
Kallarnir eru ekki enn komnir útaf gluggunum... það er hræðilegt.
Annað prófið mitt er á fimmtudaginn... það er ógnvekjandi.
Ég þarf að taka til... það er óhugsandi.
niðurstaða... þetta verður gott!
P.s. Svavar var svo æðislegur að kaupa KFC handa mér, þ.a. ég slapp við að elda... það var sætt af honum.
posted by Unknown
00:13
laugardagur, maí 01, 2004
Próf, próf, próf, próf, próf...
Já, það er lítið annað sem kemst að í mínum huga um þessar mundir. Þó svo stöku snóker (= allir rammarnir í World cup-inum) sé fyrir augum mínum líka. Dott og O´Sullivan koma sennilega til með að spila til úrslita... enginn smá varnarspilamennska hjá Dott, mikið rosalega er hann góður. Held að hann komi til með að standa svolítið meira í O´sullivan heldur en Hendry gerði... þó svo Hendry sé góður var hann alveg að gera á sig á móti Sölla kallinum. Kannski er hann kominn í búsið aftur... fullyrði það ekki en hann var að leika alveg hræðilega :(
Annars fór ég með kallinn á árshátíð hjá Deltunni. Þar var lúxusmatur og frábær skemmtun. Veislustjórar voru þeir Simmi og Jói (fyrrum 70 mín. þáttarstjórnendur) og fóru þeir á kostum. Svo var að venju happadrætti... já, meira að segja 3 í þetta skiptið. Svavar vann fulla körfu af nivea vörum... rétt misstum af utanlandsferðunum :( ...samt alltaf gaman að vinna :)
Hann er svo mikil dúlla.
posted by Unknown
16:12
|