| 
 
 |  | 
      
      
        
          miðvikudagur, apríl 30, 2003
         Snjór!!!
 
 Loksins þegar ég er farin að hugsa um línuskauta, sólbað, "sund", garðyrkju og fleira sumarlegt þá byrjar allt í einu að snjóa bara uppúr þurru! Hvað er í gangi ég bara spyr? 
        posted by Unknown
        22:09
 þriðjudagur, apríl 29, 2003
         Grín og glens
 
 Það er alltaf gaman að geta stytt sér stundir með hinum ýmsu bröndurum. Þó svo ég sé nú bara brandari útaf fyrir mig þá ákvað ég að skella hérna inn einsog nokkrum *heyrst-hefur-við-bridgeborðið* bridge-bröndurum. Aðallega vegna þess að ég bæði vorkenndi og öfundaði Ara fyrir að hafa sett svona bjánalegann og illskiljanlegann brandara inn á síðuna sína ;o)
 Heyrst hefur við bridgeborðið...
 "Nei, þú ert með varalit"
 "Settu hundinn"
 "Þakka þér fyrir schumacher"
 "Sjáðu bara hvað þú ert góður blindur"
 "3NT"!!! ---> þetta er fyndið! mér er ástæðan alveg ókunn en Haffi og fleiri vitringar vita eflaust sannleikann þar á bakvið. Eina sem ég veit er að þetta er alltaf sagt við mig þegar ég segist spila bridge og svo er hlegið einsog lífið væri að veði. Ég stend bara á gati??? en dett ekki... svefngalsi! Kem með fleiri bráðfyndna við-bridgeborðið brandara þegar þreytan er yfirstaðin. M.ö.o. ég er farin að sofa.
 posted by Unknown
        00:14
 laugardagur, apríl 26, 2003
         Próf
 
 Nú er hún systir mín að byrja í prófum og ég er að reyna að fá hana til að læra. Hún fer bara í fýlu, talar í þrjá tíma í símann, glápir á sjónvarpið og bara allt til að sleppa við það. Meira að segja gengur frá eftir sig sem hún gerir annars ALDREI! Arg! Ég er nú ekkert alsaklaus því þetta var nákvæmlega það sem ég gerði... oftast ;o)
 Vaknaði og ákvað að taka því rólega í dag og ekki gera boffs. Tók mér bókina Artemis Fowl í hönd og ætlaði að klára hana, það er búið að taka mig ár og aldir að lesa hana. Mér finnst hún ekkert spennandi. Þegar ég var búin með einn kafla vaknaði ég við símhringingu, þá var það Stefí systir að biðja mig um að líta eftir krílunum þremur meðan hún kíkti með það nýja til docsins. Ég var svo fegin að fá afsökun fyrir sjálfan mig til að klára ekki þessa bók að ég var varla búin að klæða mig þegar ég var lögð af stað til hennar. Passaði krílin fyrir hana. Hélt síðan heim og faldi bókina. Stefni samt á að klára hana í kvöld ef ég finn hana :)
        posted by Unknown
        23:22
 fimmtudagur, apríl 24, 2003
         You can expect to die on:
 
 October 16, 2052 at the age of 70 years old. On that date you will most likely die from:
 
 Cancer (32%)
 Electrolysis (11%)
 Alcoholism (9%)
 Heart Attack (9%)
 Alien Abduction (5%)
 
 Þó það sé einungis 5% líkur á að ég verði brottnumin af geimverum tel ég það samt mjög líklegur möguleiki. Strax hef ég byrjað varúðarráðstafanir og búið mér til álpappírshatt. Hef einnig beðið pabba um að gera neðanjarðarbyrgi með góðum vatnslögnum, vegna mjög áræðanlegra upplýsinga að amk. tvær tegundir geimvera hræðast vatn. Einnig komst ég að því í þessari upplýsingaleit minni að það er ekkert betra að vera með 4 augu en það er hagkvæmara að vera með 4 hendur í stað þeirra tveggja sem okkur voru gefnar. Læt ykkur vita um framvindu mála og ef þið hafið einhverjar vísbendingar endilega skrifið í shout outið mitt... nema ef þær eru of raunverulegar ;)
 (upplýsingar fengnar úr Signs og Lilo&Stitch). 
        posted by Unknown
        23:19
 
         Pjúra snilld
 
 Þetta verður bara snart yfirlit yfir síðustu daga... hvar skal byrja... jamm
 sunnudagur: Fór í matarboð til Stefí systir og heim að spila bridge á netinu.
 Mánudagur: Var enn að spila klukkan átta mundi þá að ég hafði skráð mig í keppni sem byrjaði klukkan 13:00... hehehe, úpps! Vaknaði um 11 en þá var pabbi svo þreyttur að hann treysti sér ekki til að fara að spila :( en ég lét það ekkert á mig fá ákvað að fara upp eftir til að afskrá okkur og kanna hvort það mætti einhver sem ekki hefði makker. Það gekk eða öllu heldur mætti ekki makker eins spilarans þannig að ég spilaði við hann. Hafði aldrei spilað við hann áður en enduðum samt í 8. sæti :o) *monti-mont* Fór síðan í matarboð til Stefí.
 Þriðjudagur: Mætti í vinnuna og var súperhappy enda rosalegt stuð í vinnunni :)
 Miðvikudagur: Vaknaði við það að pabbi sagði mér að ég þyrfti nú að fá frí í vinnunni til þess að passa krakkana því hún systir mín væri nú loksins að láta verða af þessu. Kom til hennar um 8 og fór hún þá á fæðingardeildina. Um 11 kom hún heim aftur því allt hætti og undirbjó ég mig í að fara í vinnuna eftir hádegi. En allt kom fyrir ekki því fekk hún ekki verki aftur um hálf eitt sem komu og fóru til tvö. Þá var orðið of seint að fara í vinnuna. Svo ákvaðum við að fara í klippingu og strípur. Fórum á einhverja stofu sem ég hef ekki heyrt um áður og sé soldið eftir því... Yes, I´m having a bad hairday! Eftir klippinguna eða um sjö fekk hún aftur verki sem leiddu hana áný niður á deild. Um klukkan 2-3 í nótt fæddist síðan lítill strákur. Lítill sumarljómi sem ætlaði sér aldeilis ekki að koma í heiminn. Enn og aftur er ég móðursystir, eða í 10 sinn. Svona er maður nú orðinn gamall ;o)
 
 Já, þetta var svona úrdráttur úr því sem á daga mína hefur drifið... eins gott að ég fór ekki að skrifa allt í smáatriðum þá hefði ég nú getað gefið út bók... þ.e. ef hægt er að kalla þetta úrdrátt ;)
 
 P.s. ég er búin að sjá myndir af drengnum, svona rauður og krumpaður ekkert smá sætur.
        posted by Unknown
        13:08
 sunnudagur, apríl 20, 2003
         Málshættir
 
 Ég er að velta því fyrir mér hvort málshátturinn eða málshættirnir sem maður fær endurspegli nokkuð manns innri persónu. Eða hvort þeir eiga að segja manni eitthvað? Nú svona einsog spádómskökur (e. fortune cookies)? Ég fekk nefnilega málshættina: "Holdið er torvelt að temja" og "Mjór er mikils vísir". Hmmm, á þetta að segja mér eitthvað? Ok, reyndar kom nú lítill púki upp í mér þegar ég las þann fyrri og stríðnisglott. Svo setti ég upp voða sakleysislegan svip og þessi svaka hvolpaaugu *blikk blikk blikk blikk* og lét það nú út úr mér að ég hefði ekki hugmynd um hvað þetta gæti þýtt. Pabbi hóstaði bara létt og sagðist ekkert vita það heldur ;)
        posted by Unknown
        22:42
 
         Gleðilega Páska!
        posted by Unknown
        17:31
 
         Fyndið ég les yfir greinarnar mínar og er alltaf að sjá eitthvað bull sem ég hef skrifað í fljótheitum. Einsog "...það var úrval 15 mynda til að velja úr..."! Hehehe 
        posted by Unknown
        17:28
 laugardagur, apríl 19, 2003
         Langar einhverjum með mér á X-men 2?
        posted by Unknown
        16:11
 
         Velkominn aftur
 
 Já, hvort sem þið trúið því eða ekki er Benni byrjaður að blogga aftur, júhú :)
 Hótanir virka bara vel... ég er soldið scary, ain´t I?
        posted by Unknown
        16:10
 
         Skrýtið
 
 Veit ekki hvort þetta sé bara lap topið mitt eða hvað en þegar ég fer inná síðuna hennar Þórunnar þá er allt aðrir litir ef ég er að surfa á lap topinu og á heimilistölvunni. Mér finnst þetta soldið skrýtið þar sem allar aðrar síður eru eins. Þórunn er greynilega bara svona einstök á fleiri sviðum en maður hefur áður kynnst ;)
        posted by Unknown
        16:04
 
         SÓL
 
 Þetta er frábært er að fara út að þrífa litla skítuga bílinn minn, jafnvel bóna hann líka fer samt eftir nennu. Kíkti áðan út á Loftleiðir þar sem er verið að spila úrslitin í Íslandsmóti í sveitakeppni, ætla að fara aftur á eftir að sjá síðasta leikinn. Svo fór ég líka í kolaportið, hef ekki farið þangað í langan tíma, einnig fór ég að skoða í Perlunni. Mig langaði í nýjar DVD myndir en það var úrval 15 mynda að velja úr og eigum við meiri part þeirra og hitt var ekkert spennandi. Best að fara nýta góða veðrið.
 
 Ég er búin að vera að þrýsta á Stefí systir til að fara nú að eiga, enda komin eitthvað framyfir og ég er orðin óþolinmóð. Ekki er ég að fara eiga krakka svo ég vil bara að hún fari að punga þessu út. Mér finnst þetta nú mjög eigingjarnt af henni að eiga þetta ekki strax, hún hló bara að mér þegar ég sagði henni það. Hún er reyndar orðin þokklega þreytt á þessu sjálf og bauð mér að taka við í nokkra daga ég afþakkaði boðið í flýti og sagðist þurfa að fara að þvo bílinn minn. Já, það er einmitt sem ég er að fara að gera.
        posted by Unknown
        15:56
 föstudagur, apríl 18, 2003
         Árshátíðin
 
 Klæddi mig á 10 mín og dreif mig í smá get to gether heima hjá Birgittu beib. Þegar þangað var komið fannst þeim ég ekki nógu fín svo þær kælddu mig upp í pils og efnisminnsta topp sem ég hef nokkurntíman farið í. Mér fannst í fyrstu ég vera soldið nakin enda ekki vön að sýna naflann. Samt klikkað flott. Það var fín stemming og Kópavogurinn rokkaði staðnum... við hreinlega áttum hann. Jamm, ég sá hözzlið "mitt" og hann var flottur en ég var ekkert svo spennt lengur þannig að ég ákvað að láta þetta bara ráðast. Það var ekki fyrr en svona 20 mín áður en ég fór að við dönsuðum eitthvað smá saman og ég bara well I have to go og fór. Hafði engan áhuga. Þetta er snilld, hehehe... ég er snillingur að langa í eitthvað og fá það og þá ekki vilja það. Svo tapað því og þá viljað það aftur... nema ekki þennan gaur, alveg púra sjúr á því! Hann er skemmtilegur og allt það en hann vantaði sjarmann... Það er öruggt að sjórinn þarf að vera þokkalega stór first ég er að synda í honum!
 En þetta var í einu orði sagt frábær skemmtun... saknaði reyndar soldið Evu Aspar þegar Heidí Ausmann spilaði Madonnu-remixið like a prayer... óumbeðinn, en ég ætlaði að biðja um það.
 Fór síðan í dag austur með pabba að gróðursetja jarðarber. Það var yndislegt veður, heldur hvasst en mjög hlýtt. Það er svo yndislegt að koma í sveitina. Mig hefur alltaf langað til að flytja út á land í einhvern tíma, væri til í að ala börnin mín út á landi... ef ég kem nokkurntíman til með að eiga einhver... 
        posted by Unknown
        23:28
 þriðjudagur, apríl 15, 2003
         Æj ohhh, árshátíðin er ekki fyrr en á fimmtudaginn... það verður samt stuð ;)
        posted by Unknown
        23:48
 
         Hneyksli
 
 Mér finnst nýja Egils auglýsingin flott en alveg út í hött því að blandan mín og blandan þín Egils malt og appelsín er JÓLAöl ekki páskaöl!!! Allt í lagi ef fólk drekkur þetta allan ársins hring en það að auglýsa JÓLAblönduna sem páskadrykk finnst mér hneykslanlegt. Þeir hagnast kannski eitthvað á þessu en samt... þetta hlýtur að brjóta einhver siðferðislög eða eitthvað. Einnig að söngurinn sem litla dúllu stelpan syngur gefi til kynna að sælgæti sé frítt er fáránlegt. Að koma svona ranghugmyndum inn í huga ungra barna. Nú þau skilja að sjálfsögðu ekki hví foreldrar þeirra kaupa ekki fyrir þau góðgæti á hverjum degi og hvað þau eru að bulla um að það sé svo dýrt... common það er auddað ókeypis! Só það er kannski ekki nammidagur en samt það eru nú einu sinni páskar! Ég held ég sé farin að gera alltof mikið úr einni auglýsingu...
        posted by Unknown
        23:46
 
         Það eru að koma páskar
 
 Það vita allir hvað það þýðir... PÁSKAEGG... m.ö.o. sssssúúúúkkkkkuuuuullllllllaaaaaaaaðððððiiiii nammi nammi namm! Allir komnir í viðbragðsstöðu til að fara opna pokann brjóta upp eggið, en varlega þó því maður (þá á ég við ég) vill hafa eggin sín eins heil eins lengi og hægt er... svo maður (þá á ég aftur við sjálfa mig) líti nú ekki út einsog það átvagl sem maður (a.k.a.ég) raunverulega er ;o) Þá fyrst er leitað að málshættinum... í fyrra fekk ég: "*Man ekki* prófar gull en gull menn" og einhvern um einhvern foss?
 Svo er nammið grandskoðað og það versta borðað fyrst... auddað. Man eftir því á mínum yngri árum þá ýtti ég alltaf hringnum sem er á bakhlið eggsins... hmmm, það er svolítið fyndið að vera að tala um bakhlið á eggi. Haldið á hænueggi og reynið að finna út úr því hvað er bakhlið þess, hehehe... inn og hélt egginu alveg heilu þar til allt nammið var var uppurið en þá mátti hefjast handar við eggjaniðurbrot. Reyndar átti ég eggið mitt alltaf ógeðslega lengi þegar ég var lítil (eitt sinn í ár og því var hent) en nú orðið þá má ég ekki sjá súkkulaði án þess að bragða "aðeins" á því. Fekk t.d. tvö egg í fyrra og þau kláruðust á... svo fór risinn inn í hellinn og tók öndina með sér... nei ok ég kláraði annað á tvem tímum (540g) og klukkutíma eftir það þá ákvað ég að það væri svo sem allt í lagi að narta aðeins í hitt yfir myndinni! Svo kláraðist myndin og ekkert var eftir af egginu (450g). Og ég varð ekki veik... en ég átti engin páskaegg eftir *snökkt*  Verð að passa mig á þessu núna... right
        posted by Unknown
        23:43
 
         Kannski bara...
 
 Ætti ég að skella mér á árshátíð KFC? Ég held það og ærlega sletta úr klaufunum, jíha! Á morgun stefnum við nokkur úr Deltunni að fara í pool og kaffihús. Hljómar ekkert svo amarlega og hvað þá að enda kvöldið á árshátíð með amk. einum flottum fýr,  me gusta! Ég er alveg hopeless í þessu dóti en ég er heldur ekkert að nenna þessu, ætli ég blikki ekki bara gaurinn og ef hann bítur ekki þá er það bara partý... en ef hann bítur þá... öhmmm... *ritskoðað*... I like it... *ritskoðað*... hehehe... OK? Að sjálfsöðu lífið er of stutt til að eyða því í rugl, njóta þess á meðan maður getur rétt :)
        posted by Unknown
        22:54
 
         Trallalllaaalalalæ
 
 Það er komið klikkað gott veður úti og tímabært að fara rífa fram línuskautana sína og rúlla nokkra hringi um bæinn.
 Með rísandi sól... svo má hver fyrir sig enda setninguna.
        posted by Unknown
        18:08
 sunnudagur, apríl 13, 2003
         Var að átta mig á þessu
 
 Þetta var annað kvöldið í röð sem ég sleppi föstudagsspilamennsku, trúiði þessu?? Ég hefði reyndar farið að spila nema fyrir það að ég var búin að lofa Stefáni og Benna að kíkja með þeim á deltakvöldið og ég sé svo sannarlega ekki eftir því ;o)
        posted by Unknown
        17:20
 laugardagur, apríl 12, 2003
         Skemmtilegt
 
 Karl faðir minn átti afmæli í gær og eru hér hamingjuóskir til hans. *koss og knús*
 Þar sem hann vildi ekki fara út að borða eldaði ég dýrindis máltíð handa honum og bakaði ljúffenga köku í eftirrétt... mmmm. Svo hélt ég á "bjórkvöld" með Delta staffinu og skemmti mér konunglega. Fólkið var fullt og skemmtilegt og ég held að ég hafi ekki þurft svona lítið áfengi til að fara að finna á mér í langan tíma! Þetta var stemming svo var farið á skemmtistaðarölt upp laugarveginn. Fór inn á Nelly´s og þar hitti ég Önnu Jónu þar sem hún var í góðum fíling með vinkonum sínum. Einnig hitti ég gaur sem var að vinna með mér á KFC uppí mosó aðallega... úff mig hefur soldið langað í hann svo ég fór nú bara upp að honum og sagði honum það og hann bað mig símanúmerið mitt sem ég skrifaði í hendina á honum. Hef ekki gert þetta áður! Nú er það bara spurning hvort hann hringi. Svo er það líka annað tækifæri í næstu viku... KFC árshátíð... well let´s see.
 Þetta var vel heppnað kvöld og vona ég vakni oftar eins ánægð og gerði í morgun.
        posted by Unknown
        22:07
 
         Hvílíkur asni
 
 Ég er snillingur í að segja ranga hluti á réttum tíma og enda uppi með að særa fólk. Vitandi að ég er að særa fólk! Síðan hef ég ekki dug í mér til að segja það sem ég meinti eða biðjast afsökunar. Frábært!
 Svo hugsa ég of mikið í staðin fyrir að go with the flow... stupid!
        posted by Unknown
        21:35
 þriðjudagur, apríl 08, 2003
         Þokkalega
 
 Var að koma heima. Að sjálfsögðu var ég að spila :) Þetta var seinna kvöldið í klúbbakeppninni og auðvitað vann minn klúbbur ;o)
 Ég fór í dag og sótti um skólavist... shit hvað ég var hrædd. Hugsiði ykkur ég er búin að ráðstafa öllum laununum mínum fram að skólabyrjun. Að vísu ekki í rugl en þetta á eftir að vera erfitt. Svo líka fékk ég svona second-thoght um að fara í áframhaldandi nám, en ég veit að ég á eftir að plumma mig ágætlega. Ég skil ekki afhverju ég er logandi hrædd... ég ætti að vera farin að venjast því að skipta um skóla en þetta er alltaf jafn erfitt. Ég ætla mér ekki að velta mér uppúr þessu. Það sem drepur mig ekki gerir mig sterkari.
        posted by Unknown
        00:34
 mánudagur, apríl 07, 2003
         Drífandi helgi
 
 Ég byrjaði á því að sleppa föstudagsspilamennsku og sá ekkert eftir því. Svo mætti ég fersk rétt fyrir átta og hellti upp á kaffi fyrir fólkið sem var einnig að koma. Skil ekki hvernig fólk getur drukkið þennan viðbjóð, ég gerði samt tilraun til að drekka þetta enn og aftur en nei það var ekki að renna niður... vibbi! Eftir vinnu um hálf tvö fór ég beint heim og þreif allt hátt og lágt... tók meira að segja loft og veggi inná baði. Nóg komið að vinnu fyrir þann daginn.
 Ég ætlaði mér síðan að vera rosalega góð og baka á sunnudeginum. Skúffukaka hafði verið fyrir valinu en svo mundi ég allt í einu að ég hafði fengið uppskrift af eplapúðum í vinnunni og ákvað í staðinn að prófa hana. Jú, jú, ég sá að það vantaði sykur svo ég hélt út í búð og keypti hann. Allt gekk vel, blandaði hráefnunum saman og hræði deigið... EN síðan stóð að það ætti að elda púðana við vægan hita. Það væri ekki vandamál nema fyrir það að eldavélin virkar ekki nema á hæsta hita eða uppundir það! Prófaði að elda nokkra og það varð bara seigt ógeð sem ég át ;) Svo mundi ég að það er hitastillir á vöfflujárninu okkar þannig að ég þynnti deigið pínu og bakaði eplavöfflur í staðinn og þegar pabbi vaknaði var hann hinn ánægðasti. Að sjálfsögðu þurfti hann að sjá seiga ógeðið og hann bara hló að mér. Ég var fljót að stinga síðasta bitanum upp í mig og spurði hann glottandi að því af hverju hann var að hlæja ;o)
        posted by Unknown
        16:57
 föstudagur, apríl 04, 2003
         Auglýsing
 
 Ert þú í vandræðum? Veistu ekki hvað þú átt að gera? Ertu uppfull/ur af spurningum sem þú veist ekki svarið við og ert að verða brjáluð/aður á því? Þá mæli ég með að þú smellir á linkinn hér til vinstri sem er undir nafninu *Haffi knows-it-all* og þar geturðu fengið svör við öllum þínum spurningum.
        posted by Unknown
        18:55
 fimmtudagur, apríl 03, 2003
         Bíó bíó bíó
 
 Ég bauð henni systur minni í bíó, jamm henni veitti ekkert af því að komast aðeins út frá krílunum. Þetta var frábær mynd, Jakie Chan fer á kostum og auðvitað kemur svona romsa með klúðruðum tökum í restina sem er bara hrein snilld. Í einu orði sagt... mikið gaman, mikið fjör... hahahaha *hlátur með kínverskum hreim... í anda Ladda*...
        posted by Unknown
        23:12
 miðvikudagur, apríl 02, 2003
         Næstum því.
 
 Ég stefndi á að vera gífurlega dugleg í dag. Jú jú mætti í vinnuna, þegar dagvinnan var búin skúraði ég og þaðan fór ég í bankann. Síðan sótti ég miðana sem ég vann (á myndina Shanghai Knights annað kvöld... jey, hmmm langar einhverjum í bíó?) Svo var haldið í smárann að versla fullt af óþarfa að venju ;) Svo lá leiðin í sund en endaði fyrir framan sjónvarpið. Alveg dæmalaust ég! Ákveð eitthvað og þá verður allt í einu svo brjálað að gera allsstaðar annarsstaðar að ég steingleymi því sem ég ætlaði að gera upphaflega og þegar ég loksins man það þá er ég gjörsamlega búin... eða næstum því *púkaglott* alltaf til í að bregða á leik... ég er farin í sturtu ;) 
        posted by Unknown
        22:06
 
 
   |