|
|
föstudagur, apríl 23, 2004
Karlmenn hafa aðeins tvo galla: Það sem þeir segja og það sem þeir gera!!!
posted by Unknown
14:50
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Skrýtnir hlutir gerast enn
Ég fekk 3 furðuleg sms þann 16. apríl. Ég hef ekki hugmynd um hver sendi þau því þau voru send af netinu.
1. ,,Vaknaðu kona!!"
2. ,,Elskan mín. Guð var að senda mér sms og sagði að fallegasti engillinn á himnum væri týndur."
3. ,,Hafðu samt engar áhyggjur ég segi engum hvar þú ert niðurkomin."
Enginn vill viðurkenna að hafa sent þessi sms og finnst mér þetta ákaflega skrýtið... æj, ég er aðallega forvitin... damn!
posted by Unknown
21:48
Djösins snilld
Þetta er ekkert smá skemmtilegt. Ég var aðeins að hjálpa Svavari með bloggið sitt og það er að verða bara þokkalega flott. Jaaa, hann á ekki eftir að verða mjög ánægður samt... ákvað að gera smá prakkarastrik :) Jamm, ég setti fullt af einhverjum bull hlekkjum á síðuna hans... undir aðalsíðurnar... og ég vissi ekki að hluti af þeim væri til.
Ætli ég verði skömmuð???
posted by Unknown
20:13
mánudagur, apríl 19, 2004
Cool, kallinn byrjaður
Jamm, þá er Svavar ofurdúlla byrjaður að blogga... það verður sennilega svona 85% Chelsea, 5% fótbolti, 5% pizza og matur og 5% berar gellur... Ef einhver hefur áhuga á undantöldu hafa þeir ábyggilega gaman af blogginu hans.
Hís not as kreisí in the breinhás einsog ég... *hóst*
posted by Unknown
18:52
Spilakvöld... finally!
Loksins komið að bridge aftur eftir alltof langt páskafrí. Ég fæ svo fljótt fráhvarfseinkenni. Ef ég spila ekki 2 svar í viku er ég alveg ónýt.
posted by Unknown
15:13
föstudagur, apríl 16, 2004
Önnur pæling
Hér er svo önnur pæling. Hafiði pælt í því akkuru orðið getnaðarlegt er notað yfir girnilega, kynþokkafulla og fallega hluti? Þar sem mér finnst orðið getnaðarlegt vera hálf kjánalegt yfir slíkt. Sjáum bara til, að vera getnaðarlegur líkist maður þá getnaði sem þýðir að maður líkist samförum sem þýðir að maður líkist typpi og/eða píku. Kannski er það bara ég en mér finnast það alls ekki "girnilegir" og fallegir né kynþokkafullir gripir. Eða er verið að tala um að maður líkist getnaði sem þýðir að maður líkist sáðfrumu og/eða eggfrumu... jafnvel okfrumu þar sem hún er afrakstur getnaðarins. Hmmm, ekki er sáðfruma, eggfruma né nokkur önnur fruma eitthvað sem ég vil líta kynferðislega á og hvað þá "getnaðarlega" => í nútíma merkingu. Við erum sem sé að segja að getnaðarlegt fólk sé mjög líkt samfara- og typpa/píkulegri sáð/eggfrumu???
Hvað var fólk að spá þegar þetta orð kom til sögunnar... og þið hélduð að ég væri með klúra hugsun!
posted by Unknown
01:39
Því var hvíslað að mér...
Já, lítill BLÁR fugl hvíslaði litlu leyndarmáli að mér. Það var leyndardómurinn á bak við fyrirsætubrosið. Já, ekki vera svona hissa en á bak við hverja fyrirsætu eru margir litlir leyndardómar og einn af þeim verður uppljóstraður hér og nú. Það er nú þannig mál með vexti að þegar fyrirsætur eru í myndatökum setja þær upp þennan líka svaka getnaðarlega svip, en spurningin er sú hvernig geta þær allar sett upp þennan sama getnaðarlega svip? Það er sko þannig að þegar er verið að fara smella af þá segja þær "kjöt" og stoppa á t-inu en halda stúttnum frá ö-inu. Þetta er allur galdurinn svo ef þú vilt verða fyrirsæta þá skalltu nýta þér þessa visku því ég veit eigi hve lengi hún verður hér á síðunni þar sem þetta er hernaðarleyndarmál fyrirsætanna (eða segir maður fyrirsætnanna?).
P.s. þeir komust nærri leyndarmálinu mikla í hinni geysiskemmtilegu Zoolander-mynd. En þar mátti hið rétta leyndarmál ekki koma fram svo þeir notuðu í staðinn "blue steel" og "magnum" svo eitthvað sé nefnt.
posted by Unknown
01:24
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Vá, hvað ég er eitthvað löt
Ég er að reyna að koma mér til að læra en góða veðrið er ekki að gera það auðvelt. Hvernig væri nú að koma með massa vont veður svo maður geti nú lært. Svo daginn eftir próf bara sól og sumar einsog það hefur aldrei verið áður. Já, gott plan... annars er það bara hugmynd um að mála vont veður á pappa og setja hann síðan út í glugga. Þá teiknar maður svo vont veður úti að maður nennir ekki að fara út og kemst ekki að því sanna... það er enn betra plan :)
posted by Unknown
16:30
mánudagur, apríl 12, 2004
Hér er að finna nokkra brandara fyrir Arsenalaðdáendur
http://www.aib03.dial.pipex.com/
=> What´s the diffrence between an arsenist and Arsenal?
The arsenist wouldn´t lose his last two matches!!!
OK, þetta eru svolítið ljót skot en ég bara varð að setja þetta hér inn...
posted by Unknown
00:36
Ég er svo myndarleg húsmóðir
Jamm, ég ákvað að gerast myndarleg og elda læri þar sem það væri nú páskadagur og afmælið hans pabba ofaná það. Jú jú og viti menn ég bara eldaði hið ljúffengasta læri. Fekk mikið lof fyrir, ekki slæmt þar sem þetta var mitt fyrsta skipti í að elda læri og ég fekk nær enga hjálp... hjálpin var "eldaðu það við svona 90°c í langann tíma og svona hálftíma áður en þú ætlar að bera það fram hækkaðu þá í svona 200°c... og já kryddaðu það" :)
Nei, ok það er mjög einfalt að elda læri og það gott læri en það er bara svo gaman að elda góðann mat og geta deilt honum með öðrum. Mmmmm, með voru brúnaðar kartöflur og grænmeti. Vá, ég er aftur orðin svöng.
posted by Unknown
00:07
sunnudagur, apríl 11, 2004
Hehehe
Ok, ég varð bara að setja þetta hérna inn. Þetta er frétt af mbl.is og er með betri aprílgöbbum sem ég hef heyrt og lesið um :)
Íslensk körfuboltastjarna reyndist aprílgabb
Margir telja að á Íslandi búi óvenjulegt fólk og því þótti útvarpsstöðvum í Detroit ekkert sérkennilegt við frétt um 19 ára gamla íslenska stúlku, sem væri 2,30 á hæð og skoraði að jafnaði 41 stig í körfuboltaleikjum.
Markaðsdeild körfuboltaliðsins Detroit Shock sendi frá sér tilkynningu þann fyrsta apríl þar sem sagði frá því að íslenska körfuboltaundrið Rifla Oslopgohtac hefði gert samning við liðið. Von væri á henni síðar í mánuðinum. Útvarpsstöðvar í borginni tóku þessum fréttum fagnandi og innan skamms fóru sérfræðingar að velta því fyrir sér í spjallþáttum hvaða áhrif þessi óvænti liðsauki hefði á liðið og gengi þess í kvennadeild NBA körfuboltans.
Í ljós kom að þetta var aðeins aprílgabb eins og sést þegar nafn íslensku körfuboltastjörnunnar er skoðað betur. Þegar stöfunum er raðað upp á nýtt koma í ljós orðin April Fool Gotcha, eða lauslega þýtt: Þú hljópst apríl.
© Morgunblaðið, 2004
posted by Unknown
11:36
Bíó
Jamm, jamm, ég fór í bíó með Evu Ösp áðan á The whole ten yards. Þetta var hin ágætasta mynd, en það verður eiginlega að fara með Evu á hana því það er mun auðveldara að hlæja með henni (lesist að henni). Hún fekk nett kast þegar Brúsi kallinn byrjaði að skjóta á Matthew og Matti hoppaði og hagaði sér einsog hin versta kerling. HAHAHAHA... ég hélt að Eva ætlaði aldrei að róast, en það gerðist og þá kom atriði þar sem Bruce henti túnfiskssamloku í hausinn á Matthew og þetta var svo bjánalegt að Eva fekk annað kast. Eftir bíóið fórum við síðan smá rúnt og öðru hvoru byrjar Eva bara flissa uppúr þurru og þá er hún enn að hlæja að þessum atriðum... snilld.
posted by Unknown
02:11
fimmtudagur, apríl 08, 2004
Nú er komið páskaFRÍ!
Ég held að fólk sé eitthvað að misskilja þetta frí. Það eru bara allir að læra einsog þeir eigi lífið að leysa og þar á meðal ég í þessu svokallaði fríi. Úff, hvernig verður þetta í sumar spyr ég nú bara ;)
Hvað er málið með allar þessar fegurðarsamkeppnir??? Ég var að horfa á fréttirnar og þá voru þeir að segja frá einhverri framhaldsskólafegurðarsamkeppni (úff, langt orð), held hún hafi heitið ísdrottningin eða eitthvað í þá áttina. Allavega þá voru nemendafélög framhaldsskólanna ekki samþykk þessari keppni og voru að mótmæla henni sem að mér finnst er skiljanlegt. Bæði fyrir það að útlit virðist skipta fólk orðið svo miklu máli að það er alveg hætt að hugsa og hver verður ekki kominn með verðlaun fyrir einhverja af þessum keppnum fyrir rest ef þeim fer fjölgandi. Sé þetta alveg fyrir mér allir hjá lítalæknum að láta gera við þetta og hitt... "mér finnst andlit mitt ekki nógu simmitrískt"... og það hafa allri einhvern titil... "ég er sko ungfrú Ísland" "já, gaman en ég er sko ísdrottningin" "geigt, ég er sko eskimo.is". Það verða sem sé skemmtileg samtöl um heimsfrið og hvernig andlitskrem hún eða hann notar í framtíðinni. Börn okkar og barnabörn, usss, það fer hrollur um mig.
posted by Unknown
15:11
miðvikudagur, apríl 07, 2004
JESSSSS!!!
Þá er það loksins komið helvítis netið. Þetta tók nú þokkalega langan tíma!!!
Well I´m back fresher than ever... vona nú að þetta verði til þess að ég fari að blogga meira... :s
posted by Unknown
23:06
Fótbolti
Djöfull var þetta flott hjá Chelsea í gær, ég horfði á restina af leiknum ruglaðann og þetta var þokkalega spennandi.
Svo Svavar verði nú sáttur þá enda ég þetta með Go Chelsea!!!
Annars er ég engin boltabulla og held mig bara við spilamennskuna og er einmitt að fara spila núna heyrumst.
posted by Unknown
19:10
laugardagur, apríl 03, 2004
Það er komin aftur sama bloggdótið...
posted by Unknown
16:18
fimmtudagur, apríl 01, 2004
OK! OK!
Hvað er í gangi eiginlega? Maður kemur hérna inn og það er bara búið að breyta uppsetningunni á blogginu enn einu sinni!!! Ég kann bara ekkert á þetta og er bara nett hrædd... is my computer going insane or is just me?
Einsog venjulega fekk ég vitlaust útborgað, ég er að verða nokkuð þreytt á þessu. Ég þarf að hringja hver einustu mánaðarmót og tala við þessar gellur þarna. Þær eru sko ekki að standa sig.
Æm out for the moment...
posted by Unknown
10:14
|