| 
 
 |  | 
      
      
        
          föstudagur, október 31, 2003
         Idolið
 
 Sorrý, ég verð bara að tjá mig um það að ég þoli ekki Jóhönnu Völu í Idol. Áttu bæði Bóas og Eva Natalja svoleiðis miklu meira skilið að komast áfram en hún, þarna. Ok, þetta er bara mín skoðun... reyndar þó mér líki nú ekkert voðalega vel við manneskjuna þá var þetta besta performansið hennar til þessa en hún er samt eitthvað bara svo óþolandi. Ég hélt með Sessý, Bóasi og Evu í þessari umferð :)
 Síðast hélt ég með Önnu Katrínu og sjóaranum, hét hann ekki Karl? Það er alveg dottið úr mér núna :s Þau komust bæði áfram svo ég er sátt við það. Kooooommmm´on  en hún Vala... æj, sorrý, maður á ekki að vera vondur! Ekki myndi ég vilja láta einhvern skrifa svona um mig... bara mín skoðun samt... 
        posted by Unknown
        23:49
 
         Harry Potter og fönixreglan
 
 Bókin er loksins komin í mínar hendur, elska þegar ég fæ gjafir frá myndarlegum ungum mönnum :) Þó ég hafi nú ekki þekkt dreifiaðilann neitt og hafði borgað fyrir gjöfina sjálf var það gaman engu að síður. And the reading beginns...
        posted by Unknown
        01:35
 miðvikudagur, október 29, 2003
         Líffræði
 
 Það vita allir að ég tók þá ákvörðun um að fara í líffræðinám. Bjóst ég við svona MH áföngum í líffræði og allir voða happy, glaðir, graðir og alles. Jújú þetta er svipuð efnafræði og stærðfræði en datt mér nú ekki í hug að líffræðin sjálf væri svona áhugaverð sérstaklega þegar maður er að læra hluti sem manni finnast gjörsamlega fráleiddir. Ég skal gefa ykkur smá innsýn inní þennan skemmtilega heim líffræðinnar í háskólanum einmitt það sem ég var að læra í morgun:
 Epli eru af rósaætt!!! What?! Ok, það er af því að mestur partur mjúka hluta eplisins myndast úr blómbotni (eplis)blómsins. Sama gildir um perur, apríkósur, kirsuber og möndlur. Já, þetta fannst mér allavega mjög skrýtið sérstaklega þegar hún útskýrði það fyrir okkur að þetta væru jú rósir einsog fólk á það til að gefa hvort öðru.
 Svo var það nú hinn áhugaverði hlutinn sem ég komst að í þessum sama tíma bananar og appelsínur eru ber... as in berrys! Ok, ég var að búast við einhverju nýju jújú en að gjörsamlega rugla í ávaxtakenningu minni svona er alveg fráleitt. Þetta er allavega komið á hreint núna... epli eru rósir og bananar eru ber!
        posted by Unknown
        14:03
 
         If your happy and you know it clap your hands *klapp* *klapp*
 
 Ég vaknaði svo ánægð í morgun ef brosið hefur ekki náð hringinn þá kemur það aldrei til með að gera það. Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég var svona ofur-happy en það tvennt veit ég að það var ekki vegna þess að ég átti að mæta í skólann klukkan átta og að vetur væri næstum því alveg kominn. Ég ætti í alvöru að fara tappa eitthvað af þessari ánægju á flösku og selja þunglyndum, ég meina það hlýtur að vera skárra en Zóloft!
        posted by Unknown
        13:44
 þriðjudagur, október 28, 2003
         Ég ekki skilja þessi íslendingur?
 
 Hverjum í ósköpunum datt það í hug að nefna Ingibjörgu Sólrúnu við forsetaembættið??? Eða Davíð Oddsson??? Ég veit ekki hvert þjóðin er að stefna. Eflaust til glötunar! Ég meina ef við höldum þessu áfram þá kjósum við Bush sem næsta forseta og gerum innrás í Írak... nei, bíddu það voru bandaríkin. En það eru samt miklar líkur á þessu. Ég er farin að hræðast um velferð mína og komandi kynslóða.
        posted by Unknown
        18:47
 
         Ahhhh, pabbi er kominn heim...
 
 Jább, það var klukkan hálf fjögur sem hann lenti... JEY!
        posted by Unknown
        18:43
 mánudagur, október 27, 2003
         Pjéningar
 
 Mikið rosalega verður maður háður þessum fjanda sem er kenndur við peninga! Eða kannski er ég bara búin að láta of mikið eftir mér undafarið ár. Ahhh, flott flík sem ég kem til með að nota einu sinni æj, fock it kaup'ana! En nún hef ég enga peninga til að spreða í það sem mig langar and that pisses me of!
        posted by Unknown
        13:11
 föstudagur, október 24, 2003
         Aðeins að flýta mér
 
 Ég leit á stundatöfluna mína á miðvikudagskvöldið og las að ég ætti að mæta í skólann klukkan hálf tíu, fannst mér það svolítið skrýtið því mig minnti að ég ætti að mæta 11. Í trú um að ég hafi lesið rétt stillti ég vekjaraklukkuna og fór að sofa. Síðan vaknaði ég við klukkuna en ákvað að kúra aðeins lengur, ég elska að sofa. Ekki var kúrið heillaráð því ég áttaði mig allt í einu að það væru 10 mín. þar til ég ætti að vera mætt í skólann og hentist ég framúr. Mætti akkúrat í skólann móð og másandi, gekk hröðum skrefum framhjá stúdentaherberginu (þar sem sjoppan er í VRII) sá þar aðra líffræðinema vera læra og hugsaði með mér: "féll tíminn niður eða ætla þau ekki að mæta". Ég næstum hljóp inn í stofuna og var næstum sest þegar ég sá að ég þekkti engan í stofunni og ekki kennarann heldur sem var byrjaður að kenna :S *Lúði*
 Jább, ég leit vitlaust á stundatöfluna mína kvöldið áður og hefði betur farið eftir hugboðinu mínu. Jæja, ég settist bara niður já hinum krökkunum og lærði með þeim... ja, átti reyndar bara eftir að hreinskrifa heimadæmin mín í stæ. svo ég gerði það bara og kannaði í leiðinni hvort þau gerðu ekki einsog ég, þ.e. kannaði hvort ég hafi ekki gert rétt. Úff, ég gerði eina reiknivillu :( sem var MJÖG klaufaleg, margfaldaði vitlaust MEÐ vasareikninum mínum!
        posted by Unknown
        21:41
 miðvikudagur, október 22, 2003
         Grease
 
 Já, ég skellti mér á Grease núna rétt í þessu með Guðlaugu, Alexöndru og Helgu systir. Þetta var nú ekkert svo slæmt, reyndar bara mjög skemmtilegt. Ég elska að fara í leikhús á söngleiki, hreinlega dýrka það og dái. Ég lifi mig svo inní þetta að ég var næstum staðin upp og farin að dansa með, já ég er að segja að það munaði minnstu að ég hafi stokkið úr sætinu og bara joinað, einog maður segir á góðri íslensku ;)
 Næst er stefnan sett á dýrin í Hálsaskógi. Held reyndar að ég kunni það enn utanað  síðan ég misþyrmdi vínilplötunni í denn. Það er að vísu "bara" biðlisti fram á vor en hey, þið verðið að viðurkenna að þetta eru dýrin í Hálsaskógi og að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ;) Finnst mér samt að Örn Árna og Siggi Sigurjóns eiga hlutverk Lilla klifurmúsar og Mikka refs og væri því kannski að eyðileggja mína minningu með því að fara á þetta núna?! Sjáum til...
 Mig langar líka að sjá leikritið: Öfugu megin framúr, held ég að það heiti. Það er að vísu ekki söngleikur svo ég er ekki alveg vissum hvernig það eigi eftir að leggjast í mig. Er samt ekki viss með þetta leikritadót því ég álpaðist einu sinni nú ekki fyrir svo alls löngu með þeim Evu Ösp og Unni á leikritið Kristnihald undir Jökli og held ég að það lýsi stemmingunni best þegar ég segi að ég þurfti að vekja Evu upp á 5 mín. fresti og Unnur var farin að geyspa! Well það var eitt gott atriði í leikritinu og það átti enganvegin heima í sögunni. Jú og jú nei það átti smá oggulítinn part í sögunni en samt ekki eins viðamikinn og leikritið gerði hann. Það var þegar þeir byggðu kirkjuna.
 It´s grease-lightning...
        posted by Unknown
        22:56
 þriðjudagur, október 21, 2003
         Af ZonkBoardinu sem er á síðunni hans Ogga:
 Haffi: Ok, ég vil nota ZonkBoardið til að segja að þú sért algjör kúkafrakki!
 
 Held að þetta koment hafi verið beint til mín ef ekki þá hafa allar rannsóknirnar verið til einskis!
 
 Það vill svo skemmtilega til að ég er Íslendingur, hafnfirðingur og Dani svo eitthvað sé nefnt. Til þess að geta verið skítafrakki (e. a) shitty frenchmen eða b) shitcoat) þarf maður a) að vera franskur til að geta verið lélegur frakki... kúkafrakki eða b) að vera flík, þ.e. efni sem e-ð "klæðilegt" er unnið úr, sem gegnur undir nafninu frakki... og eftir strangar og ítarlegar rannsóknir hefur sú niðurstaða borist til mín að ég sé hvorugt. Só jú have tú dú better þen þat!
        posted by Unknown
        14:19
 
         Shjúbberarírei
 
 Mér tókst að sofa yfir mig og ég sem var búin að lofa að mæta í skólann :s Andsk... *BLÓT*
 Ég fór að spila í gær... what a surrprizzze. Já, það gekk bara frekar vel, ja afburðarvel ef miðað er við hvernig ég spilaði um helgina! Svo er ég enn að vesenast í því að fá einhvern til að spila við mig á fimmtudaginn. Já, ég byrjaði á því að tala við Sigga en hann var ekki viss en lofaði að láta mig vita sem fyrst svo ég gæti nú fundið einhvern annann. Það eru tæpar tvær vikur og en bólar ekki á svari frá drengnum!!! Ég er orðin svo reið að mig langar að hringja í drenginn og svoleiðis hella mér yfir hann, svoleiðis gjörsamlega eypa á drenginn!!!!! En hvaða tilgang hefði það, en ég samt ógeðslega brjáluð! *ARG* Allavega, þá datt mér í hug að hann myndi ekki láta heyra í sér svo ég talaði við Gulla Sveins. (sem ég er að spila við núna á mánud.) á laugard. og hann sagði að það væri sennilega ekkert mál ég ætti bara að hafa samband við sig þá. Mikið létti mér... until yesterday! Ákvað að minna hann á spilakvöldið og þá sagði hann hafði verið búinn að lofa sér eitthvað annað þetta kvöld og gæti því ekki komist. Æ, bömmer! Jæja, ég mundi nú eftir því að Ísak keppnisstjóri hafði verið búinn að gefa mér skotleyfi á sig svo ég ákvað nú að nýta mér stöðu mína og spurði hann. Well, einmitt núna þurfti að vera brjálað að gera hjá honum. Just my luck. En hann ætlaði að reyna. Nú er það bara að krossleggja fingur og vona það besta. :-S
        posted by Unknown
        13:56
 
         Vá, hvað sumir eru duglegir að blogga... as in Eva Ösp!
        posted by Unknown
        13:25
 sunnudagur, október 19, 2003
         Ég lét verða að því
 
 Nú er ég komin með tattoo.
        posted by Unknown
        21:21
 laugardagur, október 18, 2003
         Meira, meira, meira, MEIRA, MEIRA...
 
 Ég verð að spila meira... nei, öllu heldur ég vil spila meira... ég er gjörsamlega orðin háð þessum fjanda... nei, þetta er yndislegt, my preciouss...
 Ég er held ég sé gengin af göflunum! Ég spilaði svo illa að það er ekki mannsæmandi að tala um það. Soffía kom til mín og sagði mér að ég hlyti bara að vera ástfangin... ég... uhh... þá af sjálfri mér??? Ahahaha... mér fannst þetta bara fyndið og sagði að það væri nú ágætt að geta kennt einhverju um og því ekki ástinni ;)
        posted by Unknown
        21:45
 
         Obbosí
 
 Erfiða ávörðun þurfti ég að taka í morgun, annað hvort fara í vísó uppí Egils eða fara í Íslandsmót í einmenningi. Eftir langa og stranga umhugsun ákvað ég að fara í einmenninginn. Jújú ekki gekk það nú svo illa nema hvað ég fekk á mig 3 afburðar léleg skor (ekki mér að kenna) og svo tókst mér að klúðra svona líka svakalega síðustu setunni (á móti konunni sem var í fyrsta sæti) og klúðraði annars góðri setu fyrir mér og sérstaklega henni. Nú líður mér illa, MJÖG ILLA :(
 En jæja morgundagurinn verður betri! Mér finnst samt leiðinlegt að hafa klúðrað þessu svona svakalega fyrir hana *grát*
 Þetta var fyrsta lotan af þremur... 
        posted by Unknown
        00:01
 fimmtudagur, október 16, 2003
         Ég í leyfisleysi leyfði mér að setja link á hann Óla kallinn... núna verð ég sennilega steikt hægt yfir opnum eldi... ;)
        posted by Unknown
        19:07
 miðvikudagur, október 15, 2003
         Svo nú var Helga systir að gefa mér nammi... ekki bætti það úr skák...
        posted by Unknown
        18:48
 
         Ahahahaaaa
 
 Ég er svo mikill snillingur, einog ég hef svo oft sagt hér áður. Ég var að koma úr stæ.prófinu hinu illræmda... það gekk betur en við mátti búast (lærði ekki rassgat) en verr en ég vildi (sem er 10 að sjálfsögðu). Svo var ég í mínu hæber orkustuði einsog alltaf eftir próf og var að tala við Freyju og Hauk, komumst við öll að því að þetta var nú ekkert svo slæmt. Ég var með svo mikla orku að mig langaði til að hoppa út um allt einsog kengúra. Ég varð nú að deila mínu ofur happy-var-að-koma-úr-stæ.prófi-langar-að dansa-fílingi með þeim og var að gera það upp við mig í höfðinu (á milljón) hvort ég ætti að segja: "I wanna bounce like a bunny" eða "Mig langar að bounce-a út um allt einsog kanína"... en á meðan datt út úr mér "Mig langar að bounce-a like a banína... uhhh kanína".
 Ég er enn hæber og get engann veginn setið kjurr til að blogga só æm góíng bánsíng... ;o)
        posted by Unknown
        18:45
 þriðjudagur, október 14, 2003
         Ogg... nei, ég meina Valli: Hvað er bridge? Eru nokkuð að reyna hanna brýra á kvöldin og svo sveitabrýr á kvöldinn? En annars er þetta bara forvitni, hvenar hefur svosem verið hægt að fá gott karrý á íslandi?
 Já, við sitjum fjögur við eitt borð, tveir og tveir saman í liði og reynum að hanna flottari brú/brýr en hitt liðið við sama borð á 15-20 mín. Það lið sem hannar flottari brú/brýr vinnur þann leik. Síðan fer liðið sem vann á annað borð þar sem það keppir við annað vinningslið. Á meðan "lélegu" arkítektarnir keppa saman og svo koll af kolli.
 Mér var bent á að gerast arkítekt en ég held að myndi þá fá leið á bridge sem "hobbýi" svo held ég að ég væri ekki voðalega góð í að hanna karlaklósett. (Minn einkahúmor, sorrý ;) )
 Nei, ef ég á að segja í fúlustu alvöru hvað bridge er þá er það spil sem er ekkert ósvipað Cluedo. Það er þannig að við drögum spil svo eigum við að komast að því með vísbendingum hvaða brú/brýr hinir hafa. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessu spili betur er bent á Nexus.
 
 Það var hægt að fá mjög gott karrý hérna áður fyrr... hvar veit ég ekki en það var mögulegt.
        posted by Unknown
        22:38
 
         Hvað get ég sagt?
 
 Eva var að biðja mig um að blogga en hvað get ég sagt? Það hefur lítið gerst í mínu lífi...
 * Sunnudeginum eyddi ég í að gera ekki nokkurn skapan hlut. Hann sem átti að fara í að læra undir stæ.prófið á morgun.
 * Á mánudaginn fór ég í skólann, kom heim og hjálpaði pabba að pakka niður og fór að spila.
 * í morgun (nótt) keyrði ég pabba útá völl og grét.
 * Áðan keypti ég íbúð og grét.
 * Á eftir að læra alveg fyrir stæ.prófið á morgun og hef eytt öllum mínum tíma í að gera ekki rassgat, t.d. einsog núna að blogga og gráta.
 BORING... blogga þegar ég hef eitthvað merkilegt að segja... hvort sem ykkur finnst það merkilegt eða ekki það er ekki mitt vandamál!
        posted by Unknown
        22:09
 laugardagur, október 11, 2003
         Spilaði og spilaði...
 
 Ég trúi því ekki að enn sé ekki búið að lengja sólarhringinn! Ég er búin að senda kvartanir úd´m allt en ekkert virðist virka :(
 Ég fór að spila á fimmtudagskvöldið endaði að ég held í 2.sæti en það er bara 1.kvöldið af þremur svo það kemur í ljós hvernig þetta endar. Svo í gær fór ég systrum mínum að æfa... þær voru að farast eftir 10 mín. hehehe... svo fór ég heim að slappa af og klukkan 15 mín. í sjö þá fattaði ég að ég var búin að lofa því að fara spila klukkan sjö :S
 Átti eftir að elda matinn og alles. Henti einhverri karrýsósu saman og hafði kjöt í karrý... ekkert smá erfitt að fá gott karrý dag... hljóp síðan út og mætti rétt svo á réttum tíma, úfff. Tvímenningurinn var búinn um ellefu og ég rétt að byrja að hita upp og því var ákveðið að fara í sveitakeppnina líka, sem var til eitt.
 Í morgun fór ég með Stefí systir í afródans sem var ekkert smá skemmtilegur... alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt ;)
 Svo er það fomúlan í nótt... held reyndar að M. Schumacher taki þetta en maður missir ekki af síðustu formúlunni!
 Af hverju er ekki spilað um helgar nema þegar stórar keppnir eru? :(
 Ég er gjörsamlega húkked...
        posted by Unknown
        16:42
 fimmtudagur, október 09, 2003
         It´s a problem
 
 Hefur einhver lent í því að langa til að gera eitthvað en gera það ekki og sjá síðan eftir því að hafa ekki gert það. Þannig að þegar annað tækifæri gefst framkvæmt það og þá séð eftir að hafa gert það????
        posted by Unknown
        16:18
 
         Oggi: Hvernig er langlokupistill? og með hverju er hann?
 
 Langlokupistill er virkilega teygð frásögn, með ýkjum og lygum til þess að hún höfði meira til þeirra sem lesa hana. Að þessu sinni hefði pistillinn verið með skinku, grænmeti og pítusósu reglulega girnilegur. Eiginlega svo girnilegur að ég tímdi ekki að deila honum með öðrum og ákvað því að éta hann sjálf. En svo getur það komið fyrir að pistill sé með fullt af einhverju gumsi sem ég hef engan áhuga á og deili ég því með öllum... þá má nefna túnfisk og fleira óæti.
        posted by Unknown
        16:13
 miðvikudagur, október 08, 2003
         Ég trúi þessu ekki!!!
 
 Ég fekk áfall í gær þegar ég fekk heimadæmin mín til baka... ég fekk ekki 10!
 Ekki heldur 9 og ekki 8... ég held að kennaranum sé illa við mig!
 Shit, nú verð ég að fara að læra einsog mófó fyrir prófið sem er á miðvikudaginn. Ég verð að ná góðri einkunn því ég á líklegast eftir að klúðra lokaprófinu einhvernvegin að venju. Ég er strax farin að stressa mig fyrir desemberprófin! Er þetta eðlilegt? I´m getting really sceuwd (scared) :(
 ARG, þetta hlýtur að reddast...
        posted by Unknown
        14:31
 þriðjudagur, október 07, 2003
         Vá, hvað ég er þreytt!
        posted by Unknown
        02:46
 laugardagur, október 04, 2003
         Ekkert smá stuð
 
 Þetta var skemmtilegt kvöld.
 Byrjaði á því að hitta fólkið á Kaffibrennslunni.
 Þaðan var síðan haldið yfir á Nasa.
 Vel var mætt og allir í fílingi.
 Dansaði við fólkið og spjallaði.
 Stuð og stemming þar til sveitin fór að spila.
 Þá var haldið annað.
 Hitti mann og annann.
 Heilsaði öllum og bað suma um að skila kveðju/m.
 Var ekkert full, but having fun.
 Fór síðan heim að sofa.
 
 Nenniggi að skrifa langlokupistil... er farin að læra.
        posted by Unknown
        13:57
 föstudagur, október 03, 2003
         Ekkert að gerast... eða hvað?
 
 Ég sem var búin að ákveða að gera ekkert í kvöld er greynilega að fara aðra helgina í röð á fyllerí í boði Delta. Ekki slæmt ;) Ég var ákveðin og alveg í brjáðuðu skapi vegna nýkomins launaseðils. Ætlaði mér svo að fara og vera bara alveg brjáluð... það reyndar var alveg farið þegar ég settist inn bílinn en ætlaði samt að ræða við minn yfirmann. Hún var bara á fundi, útá landi, svo ég spjallaði bara við fólkið. Það náði til að tala mig útúr sjónvarpsglápshelginni minni sem betur fer því ég hef ekkert gott af því. Svo er það bara stuð í kvöld og langt fram á nótt... jíhaaa, here I come Delta, here I come...
        posted by Unknown
        16:54
 fimmtudagur, október 02, 2003
         Myndir
 
 Það er svo langt síðan ég setti inn mynd svo nú er einmitt kjörið tækifæri...
 Why are you looking at me like that! I´m getting scewd!
 
 
   
 Eitthvað kannast ég nú við þessa mynd... eða eina afar svipaða... "...gerðu eitthvað sniðugt..."
 
 
   
 Vá, ekkert smá hvað maður myndast vel... *hóst*
        posted by Unknown
        22:59
 
         Af hverju eru svona fáar klukkustundir í einum sólarhring?
        posted by Unknown
        16:01
 
 
   |