| 
 
 |  | 
      
      
        
          mánudagur, mars 31, 2003
         Vinna á morgun
 
 Ég er í góðum gír en samt ekki alveg að meika að fara í vinnuna á morgun. Ætlaði að mæta í dag en vitir menn mín manneskja var ekki alveg upplögð í vinnuna svo var Stefí líka að fá einhverja verki og ég auddað í viðbragðsstöðu. Ég myndi svo hlæja ef hún ætti þann 1.apríl. Eiga eitt stykki aprílgabb :o) Alltaf gaman af því! Bjóða í afmæli barnsins... hvað ætli margir mæti? hehehe me don´t think it´s funny, me think it´s hillerious (eða hvernig sem það er svo sem skrifað)!
 Lá fyrir framan sjónvarpið áðan og ákvað að byrja á átakinu mínu. Á meðan ég var að glápa á imbann þá tók ég upphitun og tæbó og magaæfingar. Oj, magavöðvarnir mínir voru gjörsamlega að fara í sumarfrí eða eitthvert suður amk. EKKI FALLEGT! Er að bæta úr þessu, þetta kemur allt. Þetta var fínt nema fyrir það að pabbi heldur nú að ég sé á einhverju ;)
        posted by Unknown
        00:12
 
         Vissulega langar mig í barn
 
 Mig langar í barn en mér finnst það fulllangt gengið þegar ég fæ óskina uppfyllta og fæ í hendurnar vandræða ungling á gelgjunni! Ég er orðin þreytt mamma. Það er tímabært að fara að eiga annað. Einhver til í að bjóða sig fram til að vera spermdoner... verður að vera myndarlegur, gáfaður og skemmtilegur. Ef þetta á við þig og þú hefur áhuga endilega hafðu samband.
        posted by Unknown
        00:00
 laugardagur, mars 29, 2003
         Þá er sú törn búin
 
 Ég er á lífi og langt í frá að vera hætt að blogga. Það var brjálað að gera í vinnunni en þetta var fjör og allir ánægðir sem er að sjálfsögðu fyrir mestu.
 Ég er nú búin að ákveða mig hvað ég ætla að læra og vona að sé rétt val... auðvitað er það rétt! Ég tók þessa ákvörðun ;o)
 Ég samt var í ógeðslega fúlu skapi, ekki vikuna sem leið heldur vikuna þar á undan. Það kom nefnilega svo skemmtilega uppá að varð svo ógeðslega gröð að ég varð bara vond, langaði helst til að öskra. Hafiði einhverntíman lent í þessu? Það er ekki gott að hafa ekki neinn til að fá útrás á og ég var svo slæm að ég gat ekki hjálpað mér sjálf... var ekki að gera sama gagn. En það er allt batnað núna, amk. að mestu leyti.
 Er núna búin að ákveða það að fara í sund 2x í viku og æfa tæbó útí garði eða einhversstaðar 3x viku síðan er það spilamennska amk. 2x í viku og vinnan. Nú er það bara að fara eftir þessu.
 Jey, ég er að fara í skóla... hæ hó og jibbí jey ég er að fara í skólann...
 posted by Unknown
        21:24
 þriðjudagur, mars 25, 2003
         Brjálað stuð
 
 Ég fór beint úr vinnunni til Stefí systir og hjálpaði henni að ná í barnarúmið og ungbarnafötin úr geymslunni. Svo voru fötin sorteruð og klukkan orðin sjö! Jább, ég þurfti að bruna í spilin og er alveg dauðþreytt núna að skrifa þetta. Vitandi það að ég er að fara að vinna frá átta til tíu næstu þrjú kvöld og spila til ellefu það fjórða. Hmmm, ég er farin að sofa!
 
 E.s. ég er ekki vinnualki!!!
        posted by Unknown
        00:17
 sunnudagur, mars 23, 2003
         Djammi djamm
 
 Byrjaði helgina á því að spila og fór allt föstudagskvöldið í það. Vaknaði laugardagsmorguninn og fór að spila :) Strax eftir spilamennsku fór í ammæli til Evu Aspar sem var geðveikt skemmtilegt og spreyjaði ég á mér hárið appelsínugult og ekki slapp restin af gestunum við nýjan lit eða amk. smá ;) Eftir það var haldið í bæinn og dansað á Nelly´s svo um kl. 2:30 hélt ég heim því áframhaldandi keppni var framundan. Jú jú vaknaði snemma og fór að spila. Spilamennskan gekk ágætlega en hefði samt mátt ganga betur (unnum semsagt ekki ;op ). Var síðan að koma úr afmælisboði hjá Stefí systir en tveir af hennar grísum áttu einmitt afmæli. Þetta var bara mjög skemmtilegt. En getið hvað ég er að fara að gera á morgun?...
 
 -->Þeir sem giskuðu á að spila fá stig.
        posted by Unknown
        20:34
 fimmtudagur, mars 20, 2003
         Furðulegustu hlutir hafa verið að koma fyrir mig núna undanfarið!
        posted by Unknown
        21:52
 
         It starts...
 
 Einsog svo skemmtilega segir í hinni frábæru teiknimynd "The lion king". *nóta* And they all can´t wait to be kings!!! *nóta*
 Jamm, ég er að tala um þetta hörmungar stríð sem er hafið. Er ekki í lagi með fólk ég er búin að biðja um heimsfrið í jólagjöf síðan ég var pínu bébé og ekki fæ ég þá ósk einu sinni uppfyllta. Það ætti að skjóta undan Bush og Hussein, láta þá þjást aðeins! Helvítin af þeim... ég er svo reið að ég get ekki einu sinni komið hugsunum mínum um þetta mál á skrifað form!
 En þar sem ég byrjaði á þessari síðu með það í huga að bulla nóg um allt og ekkert en hafa það allt á létt geggjuðu nótunum... held að mér hafi tekist það ágætlega til... þá ætla ég ekki að fara spilla því með einhverju sem meikar sense... eða non-sense (stríð meika aldrei sense).
 Þá fór ég að hugsa... gat nú verið ;op ... ef við hefðum einn dag til að gera hvað sem er og bara þennan eina dag... því Ísland yrði sprengt í loft upp daginn eftir og engin undankomuleið af landinu... hvað væri það sem ég myndi gera á þessum eina degi? Ég hélt hreinlega að hausinn á mér myndi springa af hugmyndum. Ef ég vissi að ég myndi ekki þurfa að sitja í fangelsi fyrir hlutina þá myndi mig langa til að prófa að ræna banka bara svona til að kanna hvort ég gæti það. Ekki einsog peningarnir kæmu neitt að notum hvort eð er! Ég myndi finna/ræna mér "the guy" til að prófa allar stellingarnar sem eru á dagatalapóstkortinu mínu sem ég keypti út á Spáni. Og kaupa mér rólu mig hefur alltaf langað í rólu... ÞEGIÐU EVA!!! Djö, þá er dagurinn búinn... hmmm... Einnig myndi ég borða yfir mig af súkkulaði, mmmmm súúúkkulaaaaðiiiiiiii. Ég myndi kaupa mér bíl... BMW diamond! Úffff, eða Porche uhmm 3000 eitthvað GT eða what ever... Hvoru tveggja blæjubílar, sá fyrri rauður og sá síðari grár. Svo myndi ég fara uppí sveit og njóta þess að... skoða sveitina... sveitina já... sveitina.
 En hvað mynduð þið gera?
        posted by Unknown
        21:51
 sunnudagur, mars 16, 2003
         Árshátíðarfjör
 
 Árhátíðin er búin og hef ég ekki skemmt mér eins mikið og vel í langan tíma... eða alveg síðan síðast!
        posted by Unknown
        20:26
 
         Hvað er málið?
 
 Benni er bara kominn með einhverja uppreisnaræru og hættur að blogga. Æj, það er synd og skömm, því mér þótti (og þykir) ritsnilld þessa ágæta drengs afar mikil og skemmtileg. Nú hef ég tekið mínútu til að syrgja brottför hans úr bloggheiminum og mun ég enn á ný sakna þess að heyra ekki margbrotnar skoðanir hans og biturleika. Neyðist bara til að lesa Rökstóla öðru hverju ;) Þín verður sárt saknað.
        posted by Unknown
        20:12
 föstudagur, mars 14, 2003
         Undirbúnigurinn hafinn
 
 Ég fór með fötin sem ég ætla í á árshátíðina í hreinsun í gær og sótti þau í dag. Ætla mér í útskriftardressinu mínu. I will look dashing, just drop dead gorgeous! En hvað á ég að gera við hárið á mér? Hafa það uppi eða slegið? Ef uppi þá: a) í tígó b) í tagli c) í klemmunum mínum (einsog alla hina dagana) d) í fléttum (vera kölluð Heidí eða Birgitta Haukdal!!!) e) eitthvað annað?
 Veit ekki? Mig vantar fleiri eldri systkyni! Hvað á ég að gera í því? Er hægt að panta þau? Ég á bara sjö!
        posted by Unknown
        20:02
 
         Ég hata alla, dadararara, en engan þó!
 
 Ég hata ekki vont fólk, ég vorkenni því bara. Ég hata heldur ekki fólk sem er á föstu, ég öfunda það bara. En hitt tek ég ekki til baka!!!!
        posted by Unknown
        19:46
 
         Það er Árshátíð á morgun
 
 Ljúffengar kræsingar og skemmtilegheit í boði Deltu, jibbí. Það verður sko djammað og djúsað. Þetta verður skemmtilegt þar sem enginn bauð sig fram til að vera maki minn í eitt kvöld og fá dýrindis kræsingar ásamt góðri skemmtun (not in a dirty way... hmmm... maybe-not in a dirty way), þá held ég ein í veislu sem ég þekki innan við 1% manns í ;)
 Svo þegar líður á kvöldið verður haldið í bæinn ein bíst ég við, annað kæmi mér verulega á óvart! Ég held að þetta eigi eftir að vera tilbreyting :)
 
 p.s. hvað segir orðabókin mín er eitthvað málfræðilega vitlaust hér?
        posted by Unknown
        19:42
 fimmtudagur, mars 13, 2003
         Eva baby á ammæli í dag *koss og knús*
 Vonandi færðu það sem þú óskar þér í ammælisgjöf ;o)
        posted by Unknown
        23:23
 
         I hate this cruel world!
 
 Ég hata alla sem eru vondir og eru með íslenskuáróður!
 Ég hata alla sem kalla mig Mjallhvíti!
 Ég hata alla sem eru á föstu!
 Ég hata alla sem segja setningarnar: "Ef ég væri nú bara nokkrum árum yngri" og "Ef aðstæður væru öðruvísi þá..."!
 Ég er pirruð, vond, þreytt, önug, örg, frek, þrjósk, reið, grimm, svöng (en samt ekki), fýld, sár, leið, gröm og svo má lengi telja... er eitthvað málfræðilega eða stafsetningaRlega vitlaust í þessari setningu eða?
 Ég hata samt sjálfa mig mest það er það yndislega við þetta allt saman!!!
        posted by Unknown
        23:08
 miðvikudagur, mars 12, 2003
         Anskotans alþingisrugl!!!!!
 
 Hvað er málið? Á bara að sleppa bráðavaktinni fyrir alþingismál... me not like :(
 Sem minnir mig á það að ég hlakka ekki til allra auglýsinganna og áróðranna sem verða í kringum kosningarnar. Jukk, hvað ég er komin með hroll nú þegar!
        posted by Unknown
        20:37
 
         Sjónvarpið... leiðist
 
 Sjónvarpið er svo leiðinlegt! Er að bíða eftir að Dharma & Greg byrja. Líka eftir því að einhver hringi í mig og bjóði mér í bíó. Má vera á morgun líka. Hey, er ekki bráðavaktin núna... uhm, farin að glápa á sjónvarpið. I officially from now on have no life!
        posted by Unknown
        20:31
 
         Mannfæla
 
 Það er talað um það að ung börn séu mannfælin ef þau eru feimin, fela sig bak við e-ð eða vilja ekki tala. Svo þegar fólk eldist og þetta hverfur ekki og fólk fer að loka sig inni og forðast margmenna staði er það kallað mannfælið. En er hægt að fá svona tímbundna mannfælu? Hafiði einhverntíman farið t.d. inn í Kringluna og gjörsamlega panikað vegna fólksfjölda? Jafnvel þó það sé ekkert svo mikið fólk. Eða verið að skemmta ykkur á fjölmennum skemmtistað og herbergið gjörsamlega hringsólar vegna alls fólksins en ekki vegna of mikillar áfengisneyslu? Það getur ekki verið eðlilegt að sitja heima hjá sér alla daga og ekkert fara út nema í brýnustu neyð.
 Tímabundin mannfælni eða bara einhverkonar önnur geðveiki? Hmmmm...
        posted by Unknown
        10:25
 
         Meðal fólks
 
 Jamm, ég hélt út á meðal fólks í gær. Fór í bíó á þynnstu mynd sem vitað er um eða Trapped. Ekkert gerðist fyrir hlé og ekkert eftir hlé nema síðustu 10 mínúturnar ef það hefur verið svo langur tími. Verð ég að mæla á móti því að fólk fari á þessa mynd í bíó og taki hana frekar á leigu ef það vill sjá hana en annars bara bíða eftir að hún verði sýnd í sjónvarpinu.
        posted by Unknown
        10:00
 þriðjudagur, mars 11, 2003
         Veik enn á ný :(
 
 Þetta er hræðilegt! Ég vaknaði upp með smá kviðarverki og mætti að sjálfsögðu í vinnuna. Eftir tæpan klukkutíma veru þar gat ég ekki hreift mig vegna verkja og var ég rekin heim af samstarfsfólki mínu... he he ehhhh ég er ekki þrjósk. Ég fór bara heim að sofa. Ónæmiskerfi mitt er í einhverju hassi, fatta þetta ekki! Ég er nær aldrei veik og svo allt í einu er ég að taka hverja pestina á fæti annarri :(
 Me not like!
        posted by Unknown
        19:13
 
         Er að spá í issu!
 
 Nú er búið að þrengja þetta niður í T.Í og H.R. *trommusláttur* og lokaniðurstaða skólavals míns kemur von bráðar. Er samt að hallast meira að Meinatækninni... En hvað það verður veit nú enginn erfitt er um slíkt að spá...
 
 Ella komin í hóp hinna öldnu, velkomin og til hamingju með daginn.
        posted by Unknown
        00:53
 sunnudagur, mars 09, 2003
         Gagnleg ferð eða hvað?
 
 Ég fór ásamt Evu að kíkja á kynningu háskólanna í H.Í.. Ég fór með því hugarfari að ég myndi gera upp hug minn hvaða leið ég á að halda í lífinu. En allt kom fyrir ekki haldiði að ég hafi ekki komið heim en ruglaðri og óákveðnari en nokkru sinni fyrr! Gat nú verið *blót*! Nú er málið hvort ég eigi að fara í Sameindalíffræði, frumulíffræði og örverufræði í H.Í. eða meinatækninn í T.Í. EÐA tölvunarfræði í H.R.???? Þetta er allt eitthvað sem mig langar til að læra en allt á ólíkum stöðum. Svo er það líka hvaða vinnu er að fá fyrir líffræðingar í dag þ.e. á þessu sviði og þá meinatækna? Var ekki verið að segja upp um 200 manns hjá Íslenskri erfðagreiningu? Jú, og sumir þessara menntaðra meinatækna eru að sækja um vinnu hjá Deltunni við það sem ég er að gera og er ég alveg ómenntuð á borð við þá! á hinn bóginn eru ekki alltof margir sem eru að mennta sig í tölvunarfræði þá þegar og verður markaðurinn ekki brátt mettaður af tölvunarfræðingum? Hvað á ég þá að taka til bragðs? Fara að læra kennarann því það sár vantar kennara! Ekki alveg það sem mig langar til að gera og svo hef ég víst ekki fullnægjandi íslenskukunnáttu til þess! Einsog sést hefur á þessari síðu. Málfarslega vitlausar setningar og stafsetningavitleysur hægri vinstri.
 Þetta er ekki sniðugt. Ég vil ekki verða stór :( Ég er hrædd við hið óþekkta og það er enginn til að taka utan um mig og segja mér að allt fari vel. Sama hvaða ákvörðun ég tek eigi ég að fylgja hjartanu og vera sátt við hana. *sniff* *sniff* Svo er enginn til að skipa mér að læra eitthvað!!! *grát* Ekki það að ég vilji það en þá þarf ég ekki að taka ákvörðunina sjálf. Það var nógu erfitt að ákveða að fara í skóla. Nú er ég farin að gráta *grát...grát...grát*
        posted by Unknown
        18:41
 laugardagur, mars 08, 2003
         Lyklavöld
 
 Mín fékk í gær lykla af Deltunni og codan til að geta opna húsið. Svo í morgun var ég mætt í vinnuna klukkan átta og opnaði húsið fyrir öllum. Cool ekki satt? Svo þegar allir ákváðu að fara heim um hádegisbilið, því þau eiga sér víst eitthvað sem kallast líf, þá gat ég bara verið eins lengi og ég vildi. Þegar klukkan var orðin hálf fimm fannst mér tímabært að fara heim. Ég held ég verði að finna mér eitthvað annað áhugamál! En þetta er peningur í kassann... amk. hjá ríkinu!
        posted by Unknown
        23:44
 
         Það var nú
 
 Nú er þolinmæði mín á enda og ætla ég að láta rjúka af mér hér og nú. Það er alveg sama hvað ég hef sagt í dag það hefur allt endað í riflildi og/eða hörkurökræðum... ég er ekki í neinni þjálfun í rökræðum enda þurft að rökræða við sjálfa mig í svo langan tíma og svo er varla hægt að kalla það rökræður við sjálfa sig því ég verð mjög fljótt sammála sjálfri mér. Það var ný stelpa að byrja í vinnunni minni og vitir menn hún heitir Anna Jóna... It starts! Einhvernvegin enda ég alltaf uppi með fullt af Önnum í kringum mig... Hún er mjög fín og ótrúlega gaman að sprella með henni en vá hvað hún fer í taugarnar á mér! Það skrýtna við það er að hún fer í taugarnar á mér en ekki í merkingunni óþolandi heldur finnst mér hún ögra mér einhvernvegin. Hún neyðir mig til að fara að hugsa... og mér sem var farið að líða svo vel í ljóskuhamnum!
 Hvað er málið með réttindi fólks á vinnustöðum? Ég er alls ekki nægilega meðvituð um réttindi mín. Ég veit svona basicið en þarf að kynna mér þetta nánar. Lenti einmitt í rökræðu útaf þeim... var samt bara með mín rök ;) I´m always right, RIGHT?!
 Svo lenti ég í rökræðu útaf KFC, díses ekki einsog ég haldi uppá staðinn eða eitthvað en þegar fólk er að bulla um hluti sem það veit ekkert um verð ég pirruð... nema þegar ég geri það... HEHEHE ;o)
        posted by Unknown
        23:36
 
         Mætti ekki
 
 Maðurinn sem ég var búin að lofa að spila við í kvöld mætti ekki. Ég lét það samt ekki stoppa mig. Ég spilaði við Björn nokkurn í fyrsta sinn og gekk það nú bara þokkalega. Vorum í öðru og þriðja sæti lengi vel en svo fengum við tvær slæmar setur og enduðum í 13. sæti. Lucky 13.
 Er að hugsa um að gera þetta að reglu. Mæta upp í bridgesamband á föstudögum og spila við þann sem býðst.
        posted by Unknown
        00:06
 föstudagur, mars 07, 2003
         Eru ekki takmörk fyrir því hvað maður má elska sjálfan sig mikið/vera mikill egóisti?
        posted by Unknown
        00:42
 
         Óþolandi
 
 Já, ég er óþolandi, I know. Ekki var það samt það sem ég ætlaði að segja frá og þó. Ég er frekar áhrifagjörn manneskja þó svo ég geri ekki allt einsog allir aðrir og veit vel rétt frá röngu og allt það, en samt *blót*. Ég hef lifað lífi mínu voðalega mikið fyrir aðra í stað þess að vera að lifa því fyrir mig og nú er ég komin á enn eina krossgötuna. Á ég að fylgja minni eigin sannfæringu, sem ég veit að er rétt eða á ég enn einu sinni að fylgja hópnum og gera það sem mér á sennilega ekki eftir að finnast gaman. Ég veit að lífið er manns eigið og enginn annar á að ráða nema maður sjálfur en er maður nógu djarfur til að standa upp og segja nei þetta heillar mig ekki! Ég vil heldur...? En veldur maður þá ekki einhverjum vonbrigðum? Jú, en þetta er mitt líf rétt? Samt vil ég vera góða stelpan, dóttirin og vinkonan og valda ekki neinum vonbrigðum og gera hið rétta. Á ég að berja hnefanum í borðið og segja hingað og ekki lengra ég er orðin GÖMUL og á nú rétt á því áður en ég dey að lifa síðustu dögum mínum hér á jörðinni samkvæmt mínu höfði eða á ég bara að halda áfram að grafa hausinn á mér ofan í sandinn þeigja og gera það sem hentar öðrum? ARG, ég veit vel að ég á að gera það sem ég vil en samt er þetta alltof erfitt. Veit ekki hvort að nokkur skilji eitthvað af þessu :(   So be it!
 
 P.s. EVA var eitthvað að tjá sig um það að ég væri meðvirk! Sem ég er ekki... nei nei og aftur nei PUNKTUR.
        posted by Unknown
        00:39
 fimmtudagur, mars 06, 2003
         REGLA # 3. Ekkert kynlíf í ár!!!!
 
 Ég er gjörsamlega að týna reglu mottóinu mínu er bara komin upp í reglu 3 :( Alls ekki að standa mig í þessu.
 Jú, jú þar sem regla 2 er að láta kk. í friði þá er hvort eð er búið allt kynlíf! Hvað heilt ár varðar þá er það bara að einbeita sér að "markmiðum" sínum og stefna á þau. Kynlíf geeeetuuuuur allllllllllveg beeeeeðið... Did I say that out loud!
 Þar sem maður er ekkert að gera í sínum málum, þá af hverju ekki bara setja reglu svo maður hafi nú einhverja ástæðu ;o)
        posted by Unknown
        23:50
 
         Árshátíð
 
 Nú fer að líða að minni annarri árshátíð hjá Delta. Ég var einungis búin að vinna þar í 2 vikur þegar ég fór á árshátíðina í fyrra og þekkti að sjálfsögðu engan! Ella var svo frábær að koma með mér, þó hún hafi dvalið stutt þá var það til þess að ég þorði að mæta. Þekki ég nú fleiri og mæti pottþétt. Það voru ekki svo margir sem ætluðu en ég og Íris erum búnar að vera með herferð á liðið og nú er að komast mynd á það hverjir fara og það eru fleiri en sögðust ætla. Herferðin virðist virka ;o)
 Sjáum bara til hverjir mæta. Segi samt meira frá henni þegar líður að henni.
 Langar einhverjum að fara sem "maki" minn á árshátíð hjá Delta? Geðveikur matur og vín og stuð með Pöpunum ;o)
        posted by Unknown
        19:26
 
         Er soldið smeik
 
 Eva Ösp kom með þá brilliant hugmynd að fara á næsta djamm með litað hársprey í hárinu... ég var nú reyndar ekki alveg á sama máli að þetta væri sniðugt en féllst á það að fá rauðan lit. Þetta verður svona á móti glimmer-hársreyinu sem hún kom með í afmælið mitt... íbúðin er enn öll út í glimmeri!!! Er samt búin að skúra! Haffi er hárið í fínu lagi? ;o)
 Já já nema hvað Eva fór og kannaði með sprey og það var bara til appelsínugult, bleikt og grænt! Ehemmm er ekki alveg viss um að mér lítist á blikuna en æm game einsog lofað var.
        posted by Unknown
        19:15
 
         Súkkulaði
 
 Ég er orðin súkkulaði fíkill! Ég myndi hreinlega deyja ef hætt yrði að framleiða þennan yndisauka. Fæ aðsvif við tilhugsunina.
        posted by Unknown
        19:10
 miðvikudagur, mars 05, 2003
         Talandi um frábært nafn á bloggi.
 
 I can't help it; I think I'm me!
 posted by Unknown
        22:41
 
         Svefngalsi
 
 Ég var að spila á mánudaginn sem þýðir að ég fer að sofa í fyrsta lagi klukkan hálf eitt. Sem var raunin þetta mánudagskvöld, ekki það að það sé frásögufærandi nema fyrir það að ég vissi að ég þyrfti að vakna klukkan fimm til að keyra pabba út á völl. Mín vaknaði MJÖG þreytt og keyrði pabba sinn út á völl og brunaði aftur í bæinn og rétt komst heim að borða áður en haldið var í vinnuna. Ég mætti "fersk" í vinnuna og vann eftir bestu getu. Ég reyndi að sjálfsögðu að halda uppi einhverjum samræðum og þótti þær margar hverjar afar gáfulegar, allavega á meðan umræðunni stóð. Brandarar voru sagðir og ef það voru ekki fimm aura brandarar þá skildi ég þá engan vegin því heilastarfsemi mín var í algjöru "shut down"! Hló ég líka endalaust mikið af öllu og engu. Í dag var ég svo að fá að heyra hvernig ég var í gær og var mikið hlegið af því hvernig ég var. OK, ég er frekar fyndin og geri aulalega hluti en vá ég held að ég hafi gjörsamlega toppað mig í gær. Það mátti halda að ég hafi verið verulega full og svo man ég ekki eftir helmingnum af því sem ég hló af. Þetta var versta svefngalsaástand sem ég hef nokkurntíman verið í. Ég var líka svo bjartsýn að ég vildi vinna yfirvinnu til klukkan átta :) Íris samþykkti samt ekki að ég inni lengur en til sex... sem betur fer því ég var sofnuð klukkan tíu mínútur yfir átta ;o)
 
 Sem minnir mig á það að á þriðjudaginn í síðustu viku var Íris að tala við Sigga kallinn sinn í símann. Ég spurði Írisi að því hvort við ættum ekki að vera til átta og hún var alveg til í það nema hvað Siggi varð ekkert ýkja hrifinn af þeirri hugmynd því hann vildi kellu sína heim. Hann sagði að mig bráðvantaði kall!!! Huh? Síðan sagði hann mér að "Go fuck a duck!" og óskaði mér síðan til hamingju með afmælið! OK! Ég mátti ekki vinna yfirvinnu á ammælinu mínu! Sem var bara fínt því þegar ég kom heim hafði pabbi verið svo elskulegur að hann var búinn að elda handa mér Roastbeef og baka köku. Æj pabbi er svo mikið æði. *koss og knús*
        posted by Unknown
        22:32
 sunnudagur, mars 02, 2003
         Af hverju?
 
 Hví fæddist ég ekki karlmaður? Ég held að allt myndi vera miklu auðveldara þá. Auðveldara að ná árangri í bridgenum og ástarmálunum og bara öllu. ARG, ég átti að fæðast strákur :(
        posted by Unknown
        22:38
 
         Hehehe, ég var að átta mig á því hversu lítil ég er!
 Jeg er en stúbbúr :o)
        posted by Unknown
        21:17
 
         Myndaserían mín
 
 Hér eru frá vinstri Birkir, gaurinn sem ég ætla að spila við næsta föstudag en man ekki hvað heitir (úpps) og Halldór sem ég spilaði við á laugardeginum og hafði gaman af.
 
   Hér er ég að spila við Sigga og í andstöðunni eru þær Hólmfríður og Hanna.
 
   Hér er næstum sama myndin, bara smá meira actoin...
 
   Hér er svona close up af okkur!
 
   Hér er Siggi ekkert smá myglaður. Held samt að þetta sé Coka-cola auglýsing :)
 
   Hér eru svo andstæðingarnir að taka við verðlaununum sínum. Til hamingju *koss og knús*
 
   Hér er svo verið að veita okkur verðlaunin...
 
   Hér erum við frá vinstri: Aðalsteinn (sem ég hef aldrei séð áður), Sigurður, Sigurbjörn, Anna Guðlaug (It´s me) og Halldór. Það vantar Birkir.
 
   Hér ríkir kátína... ég virðist ekki vita hvar myndavélin er staðsett... hmm...
 
   Nei, sko mig ég fann hana ;o)
 
   
 Þetta var nú aldeilis skemmtilegt. Nú eru loksins komnar myndir af mér inn á þessa síðu :)
 
 posted by Unknown
        21:12
 
         Það var nú.
 
 Jæja, nú var annar innantómi Íslandsmeistaratitillinn unninn. Jú, að sjálfsögðu er ég ánægð með sigurinn en hann væri mun stærri ef það hefði verið einhver samkeppni. Það voru dugnaðar Húsvíkingar sem þorðu í bæinn að keppa við reyndari spilara. Vona ég innilega að þeir haldi nú áfram þessari braut enda langt frá því að vera slæmir spilarar, smá æfing og þetta er komið ;o)
 Nú LOKSINS á að fara kenna bridge sem valgrein í menntaskólum landsins og þá fer að koma meiri keppni í þetta, óskandi. Ég sem var búin að fá þetta í gegn á meðan ég var í menntaskóla, reyndar eingöngu til að fá einingar sjálf án þess að hafa fyrir því, en engu að síður hefði mátt vera búið að þessu fyrir óralöngu. Þetta lofar samt allt góðu uppá framtíð bridge á Íslandi.
 Jæja, ég held mig enn við fyrri plön... þ.e. að láta taka eftir mér á næstu Bridgehátíð! Er eitt ár annars ekki fljótt að líða???
        posted by Unknown
        18:40
 laugardagur, mars 01, 2003
         Næsti Íslandsmeistaratitill??
 
 Dagurinn byrjaði vel en varð svolítið þunnur eftir tveggja tíma spilamennsku, en samt bara í hálftíma eða svo. Ég var að spila í fyrsta sinn við hann Halldór. Hann er bara helvíti lunkinn drengurinn sá arna. Hann getur samt ekki spilað á morgun svo ég verð að spila við einhvern annan. Spila sennilega við Sigurbjörn en það er ekki vitað fyrr en á morgun. Lemur í kjós. Jamm, annars erum við með um það bil 200 stiga forskot eftir 3 leiki af 6. Þrátt fyrir að sumir voru dauðir!!! Hehehe og það var ekki ég hehehe!
 
 Það var nýliðamót líka í gangi og það var góð þáttaka, 24 krakkar frá 13-28 eða eitthvað. Nú er vonandi að þeir fari nú og æfi sig og fari að keppa :) Samt furðulegt að sjá fólk á mínum aldri í þessu, ég er orðin svo vön því að vera ein algjört bebe.
        posted by Unknown
        19:47
 
         Þetta er bara svona
 
 Það var brjálað stuð í gær. Það var ágætisstemming í partýinu. Svo var haldið í bæinn og þar inn á Nelly´s en þar var ekkert fólk. Því var haldið á Sportkaffi og stemmingin þar var geðveik. Þetta var stuð! Heidí Ausmann (sagt með þýskum hreim) fær hrós fyrir að spila Madonnu remixið "like a prayer" þrátt fyrir að við þurftum að bíða eftir því í rúmlega tvo tíma.
 Ég greip ekki í hann, Heidí! ;o)
        posted by Unknown
        19:14
 
 
   |