| 
 
 |  | 
      
      
        
          þriðjudagur, desember 31, 2002
         Kynlíf
 
 Það hlaut að koma að því að ég skrifaði eitthvað um það ;) Ég fór svona að pæla þar sem ég hef komist að því að ég er svolítið kínký (ekki satt! Hver þá?...) og hef margar skemmtilegar kynlífshugmyndir, grrr... hvort ég ætti ekki að deila einhverjum af þeim með ykkur en svo fór hugsunin í hring og ég ákvað að gera það ekki...
 EN ég var að lesa inná síðunni hennar Hildar að hún hefur pælt í því að stunda kynlíf með jógúrti?? Hvort þetta sé einhver einkahúmor sem ég skil ekki eða hvað þá fór ég að hugsa... Yrði jógúrtið ekki að vera frosið eða er það bara notað sem einhverskonar sleipiefni???? Það er bara sígilt að nota það sem einhverskonar "meðlæti"... I wanna lick you all over and over and over... Dettur einhverjum eitthvað annað í hug?
 OK, perrinn í mér alveg að fara með mig hérna... I know you like it baby, grrrr :)
        posted by Unknown
        15:15
 
         Bráðum kemur nýja árið og öllum fer að hlakka til,
 Að losna við þá vitaleysu sem það´er búið að koma sér íiii...
 
 Já ég ætla mér hvort eð er ekkert að verða ljóðskáld ;) Ég held ég haldi mig bara við sönginn og bridgeinn ;) En nýtt ár fer brátt að líta dagsins ljós og ber vonandi í för með sér einhver fleiri spennandi ævintýri einsog þetta sem er að líða bauð uppá. OK, verð að viðurkenna ða mér fannst meirihlutinn af því sem skeði á árinu ekkert spennandi á meðan því stóð en nú svona í ellinni þegar ég horfi um öxl þá finnst mér þetta bráðsnallt ár. Vona að þau verði fleiri svona viðburðarrík einsog 2002. Það eina sem hefði getað fullkomnað árið, fyrir utan það að eiga kall og stunda kynlíf þrisvar á dag og soleiðis, hefði verið ef ég hefði nú eignast barn þann 20.02.2002 og ég næstum 20... HAHAHAHA... 
        posted by Unknown
        15:11
 mánudagur, desember 30, 2002
         BRIDGE
 
 Loksins fekk ég að spila! Einmitt í gær það var ekkert smá gaman... mmmmmmmmmmm ;o)
 Það eru svo mörg spil sem ég gæti þulið upp núna vegna þess að þetta voru svolítið snúin og áhugverð spil... gaman að stúdera svoleiðis spil. En þar sem þau eru öll að hringsóla í hausnum á mér núna og bíða eftir uppgjöri þá ætla ég að bíða með það aðeins ;)
 Ekkert smá bögg ég þurfti að hringja í vinnunna á átta sinnum til að fá svar við því hvort ég fengi frí eða ekki!!!!! Ég fekk svarið 20 mínútum áður en spilamennskan átti að hefjast, en það bjargaðist allt :)
 
 Mig langar ekkert smá mikið að fara að spila í kvöld en ég var búin að lofa að passa fyrir Stefí systir svo hún geti nú farið að sjá LOTR- Two towers... Á UNDAN MÉR!!!! Ekki sanngjarnt :( Ég ætla samt í lúxus... pabbi hélt að ég fengi einhverjar prósentur af þeim miðum sem ég seldi í lúxussalinn. Ég agiteraði víst svo mikið um það að við ættum nú að sjá hana í lúxus og rökræddi það fram og til baka :) (was I doing that?)
 
 Gamlárs...?
 
 Ég ætla mér ekki grenja frá mér allt vit einsog í fyrra! Mig langar að fara á Sálina og er að hugsa um að fara, en málið er að ég nenni ekki ein. Það verður samt að vera þannig :) Hef aldrei prófað að fara ein á djammið kannski það sé málið? Hmmmm, í hverju á ég að vera???? Ohhhh, ég þoli ekki svona fata-ákvarðanir sem enda flest allar í gallabuxum og bol vegna þess að ég get ekki ákveðið mig! Eða ég nenni ekki að pæla í því og skelli mér í það fyrsta sem ég sé... já ég held að það sé málið ;o) Bæði betra... gott báðum megin ;)
 
 Veit ekki hvað ég á að bulla meira...
        posted by Unknown
        13:54
 laugardagur, desember 28, 2002
         Til hamingju með afmælið
 
 Mamma á afmæli í dag en ég veit ekki hvað ég á að gefa henni? Það er svo erfitt að gefa foreldrum sínum afmælis- og jólagjafir og tala nú ekki um þegar það er næstum á sama tíma! Jæja ætli ég reddi því ekki :)
 Já, Benni á víst líka afmæli til hamingju með enn eitt árið *knús*
        posted by Unknown
        22:52
 
         Ég dey eða ekki.
 
 Ég er farin að fá ekkert smá mikil fráhvarfseinkenni frá spilamennskunni :( Ég vona að ég fái frí á morgun svo ég geti farið að keppa :S "Sjáum til, læt þig vita í kvöld" var svarið sem ég fekk en ég veit ekki neitt enn?! Ég hringi í fyrramálið og krefst svars og ef ég fæ neitun ætla ég að tilkynna mig inn veika... hahaha einsog ég gæti það!
 
 Var að setja eitthvað rugl inn á síðuna mína sem ég á sennilega eftir að skrifa ein í einsog shout out-ið mitt og gestabókina!!! Engu að síður gaman að hafa fullt af dóti á síðunni hjá sér ;) Reyndi að minnka þetta spjallkerfi því það er svo plássfrekt en mér tókst ekki betur upp en þetta :/
        posted by Unknown
        22:44
 föstudagur, desember 27, 2002
         Verð að deila meiru
 
 Ég var að horfa á myndina Three to tango í að ég held hundraðasta skiptið... Matthew Perry er svo mikil rúsína (samt ekki ein af þeim sem ég var að flokka). Atriðið þar sem þau sitja hann og Neve Campbell og eru að horfa á sjónvarpið... eiginlega þar sem hann liggur með hana í fanginu og ahhhhh.... Ég tek svona sopí rómance köst og believe jú me ég er svo meir núna að ég er næstum farin að grenja bara við að hugsa um þetta atriði *snökkt* *snökkt*
        posted by Unknown
        23:58
 
         Endalaus vinna
 
 Ég var að vinna í Góunni frá átta til klukkan þrjú, að flokka rúsínur for crying out loud!!! Fór síðan með þrjá gríslinga á jólaball hjá Deltunni, sem var eiginlega búið þegar við komum á staðinn en átti þó að vera í klukkustund til viðbótar :( Klukkan fimm fór ég að vinna á Kentucky, Stefí systir var að halda því fram að ég væri vinnualki.... HA! ÉG?!?! getur ekki verið ;)
 Æj, kokkurinn sem var að vinna í kvöld er snillingur og hann kemur mér alltaf til að hlæja :D Hann hefur þessi ótrúlega fallegu augu og killer-rass... úff, dú æ níd tú sei mor?
 Langaði bara að deila þessari vitneskju með einhverjum... vona bara að hún leki ekki til hans *roðn* he... he... ehhh *ROÐN*.
 Jæja er farin að gæða mér á gómsætum hot wings, sem OK eru ekki sterkir.... jú víst heheehe....
        posted by Unknown
        23:49
 þriðjudagur, desember 24, 2002
         GLEÐILEG JÓL
 
 Gleðileg jól allir saman og takk fyrir það liðna. Vonandi sjáumst við hress og kát á nýju ári ;)
        posted by Unknown
        12:27
 
         Þreyttttttt...
 
 Ég er uppgefin, byrjaði að vinna klukkan átta í morgun og er búin að vinna stanslaust til klukkan 23:00. Byrjaði að vinna í Góu-Lindu frá átta til klukkan hálf-fimm og þaðan, eftir að hafa fengið jólanammi ;), var brunað beint í KFC í skeifunni.
 Ég var að kynna konfekt í gær og það var búið að segja mér að það væri ógeðslega leiðinlegt svo ég bjóst við fimm tíma leiðindum en svo var ekki. Ég skemmti mér konunglega, fólkið var svo kurteist og í miklu jólaskapi að þetta var dýrðlegt :) En auðvitað kom eitthvað uppá, bíllinn sem átti að sækja mig kom 45 mín of seint :(  Ég fékk 10 fyrir snyrtimennsku og góða sölu :D
 
 Er að sofna svo ég er farin að fá mér skötu og síðan er zvefn. zzzzz
        posted by Unknown
        00:30
 sunnudagur, desember 22, 2002
         Vinna
 
 Ég er að fara að vinna við að kynna konfekt sem mér finnst vont! "Má bjóða ykkur að smakka konfekt? Það er rosalega gott" og svo gervibros dauðanns!!! Á sennilega að fara líka að kynna á morgun og síðan vinna á Kentucky í Rkv. (Faxafeni). Það á líka eftir að vera martröð... nei nei hvaða hvaða... Verð að skella mér í föt og fara að vinna ;)
        posted by Unknown
        12:00
 
         Jæja!
 
 Djamm aldarinnar í gær... my ass!!!!!!!
        posted by Unknown
        11:52
 föstudagur, desember 20, 2002
         Hárfegurð
 
 Ég fór og lét laga á mér hárið og það er bara fínt... mér fannst hárið mitt ekki alveg nógu ljóst (endurspeglaði ekki nóg minni innri ljósku) svo ég bað um ljósar strípur og þær löguðu bara rótina sem ég var komin með. Ég spurði af hverju???? Mín innri ljóka sko... og það var bara svarað að ef ég vildi ljósara hár þá yrði ég að litaða allt... hehehehe... Þá áttaði ég mig á því að ég er komin með alveg nógu ljóst hár. => hér á undan er svolítið ýkt frásögn... but hey it´s me what do you expect???
 
 Útskriftardagurinn runninn upp!
 
 Jæja, þá er komið að því, útskriftin er aðeins í örfárra klukkustunda fjarlægð og gamall draumur loks að verða að veruleika þrátt fyrir annarra manna skoðanir ;)
 Jæja, best að fara hafa sig til svo ég verði nú ekki sein... he he he ehhhh....
 
 Draumur
 
 Veit ekki hvort ég sé alveg að tapa glórunni eða hvað en mig dreymdi það í nótt að ég væri mætt á útskriftina. Ég hafði gleymt að skipta um föt en pabbi kom með dragtina mína... eða öllu heldur bara jakkann og skyrtuna, en allt aðrar buxur. Svo var ég að klæða mig í og þá sá ég buxurnar. Hvað hafði hann komið með? Buxur gerðar úr hvíta handklæðinu mínu með nafni mínu (bronslituðu letri) á hægri skálm!!!! Ég vaknaði upp með andfælum!!!
 Ég er farin að klæða mig í!!!!!
        posted by Unknown
        14:11
 fimmtudagur, desember 19, 2002
         Annasamir dagar
 
 Ég er ekkert smá ánægð :) Það var búið að segja við mig að fara að drulla mér að redda hinu og þessu fyrir útskriftina því ekki væri hægt að redda því á síðustu stundu. En ég er nú einsog ég er og vildi ekki fara að jinxa útskriftinni minni svo ég dró allt framá síðustu mínútu... ekki það sniðugasta sem maður gerir :-/ En með þökk til allra sem hjálpuðu mér þá tekst mér að útskrifast með stæl. Foxý ladý ;)
 Íslenska orðið yfir það að jinxa e-u er alveg dottið úr hausnum á mér :-/
 
 Ég er svo sniðug að ég keypti mér háhælaða skó og ég kann ekki að labba á háum hælum... ég sé þetta alveg fyrir mér... "Anna Guðlaug Nielsen..." Labbi-labbi-labb... kratsch (þar brotnaði hællinn)... # ritskoðað #... labb-klínk*roðn*-labb-klínk*enn meira roðn*-labb-klínk (hér verð ég jafn rauð og vínrauða skyrtan mín)... Þetta verður þá eftirminnilegt ;)
 Ég er að æfa mig í að ganga á þessu! Ég geng ekki alveg einsog skessa lengur, hehe :)
 
 Ég fór og náði í útskriftarhúfuna mína áðan, þ.a. ég verð ekki húfulaus og þarf ekki að fá lánaðann pípuhatt ;)
 Hefði ég ekki fengið stúdentshúfu þá hefði ég farið niðrí 4-Play og keypt mér stuttan jólasveinkukjól og jólahúfu, farið síðan í svörtu stígvélin mín og verið ofur-sexý ;) Ætla hvort eð er að kaupa mér þannig kjól!
 
 Jæja, er að fara uppí skóla á æfingu????
        posted by Unknown
        17:42
 mánudagur, desember 16, 2002
         Hann er uppáhalds friendskarakterinn minn... rétt á undan Joey ;)
 
 Hann er svo mikið krútt... Whoopa! I´ll whoop´ja anytime boy ;)
 
 
 
   
 I'm Chandler Bing from Friends!
 
 Take the Friends Quiz here.
 
 created by
  stomps. 
 
 
 
 posted by Unknown
        16:59
 sunnudagur, desember 15, 2002
         ÚTSKRIFT!!!!
 
 OK, ég er öldungur og allt það en samt það var ekki hringt í mig í dag sem þýðir að ég, já... ég er ekki að ljúga... ÉG er að fara að útskrifast !!!!!!!!!! (7-9-13) HALLÓ, ég er að fara að útskrifast (7-9-13) I´m so happy!!! Ég trúi því ekki fyrr en ég fæ þetta skrifað svart á hvítu... ég er búin að lufsast með þetta alltof lengi, átti svoleiðis að vera löngu útskrifuð but hey!!! C´est la vie!
 Vitiði að ég græt hreinlega af gleði og ef einhver tekur þetta frá mér skal ég sko myrða þá manneskju prívat og persónulega með berum höndum!!!!
 
 EVA I´M SO PROUD OF YOU DARLIN´!!!!
 Við erum að fara að útskrifast (7-9-13)!!!!!!
 It ain´t over until the fat lady sings...
 nota bene ég er ekki hjátrúarfull ;)
 posted by Unknown
        01:48
 laugardagur, desember 14, 2002
         Dísesssss.....
 
 Ég þoli ekki þegar einhverjir smáhlutir fara í taugarnar á mér!!!! Ég var að breyta um lit á shout out-inu mínu og allt í gúddíi nema hvað ég setti gulan lit í bakgrunninn og þá hvarf Quote- og smile-draslið, enda gult á lit!!! En ég finn hvergi línuna fyrir það!!!! Þannig að ég verð bara að hafa þetta svona þar til pirringurinn er hættur og búinn að vera og reyna þá aftur...
 
 OK, pirringurinn var ekki lengi að fara en ég er samt að hugsa um að hafa þetta svona ;)
 
 Jólaglögg Delta B6
 
 Ég var í jólaglöggi hjá Deltunni í gær og það var stuð aldarinnar... Eva, það verður líka gaman á laugardaginn... Þetta var samt svona útileigu fílingur. Einn lyfjafræðingurinn, Guðmundur að nafni, kom með gítar og söng af öllum lífs og sálarkröftum ásamt einum öðrum, honum Trausta. Þar sem ég hef rosalega gaman af því að syngja ákvað ég nú að slást í hópinn og taka nokkur lög með þeim ;) Hildur sem vinnur með mér ákvað að þetta væri nú líka eitthvað fyrir hana, svo sátum við þarna fjögur og sungum úr okkur lungun. Þegar við vorum búin að taka 3-4 lög ákvað Trausti að "mingla" aðeins. En við héldum þrjú áfram að láta fagran sönginn óma um salinn. Er líða tók á kvöldið fór fólkið að týnast út eitt af öðru og áður en við vissum af vorum við þrjú að syngja upp úr söngbókinni (í þriðja sinn og við erum að tala um að þetta var ekkert lítil söngbók!) og tvær konur til viðbótar að skemmta sér yfir góðu spjalli, þau einu sem vorum eftir. Þá var ákveðið að fara á Kaffi List, ég og vinnufélagar mínir sem allir eru 100% eldri en ég, ef ekki meira ;) Þar stoppaði ég samt stutt þar sem ég átti að fara og fór í próf í morgun. Þetta var þrususkemmtilegt og hreint ógleymanlegt kvöld ;)
 
 Ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan...  en það er allt önnur saga :)
 
 Takk fyrir mig og vona að jólaglöggsþynkan sé ekki að leggjast illa í suma ;)
 
 -nnnnnnnnnnnnn, bætist við eftir þörfum ;)
        posted by Unknown
        14:41
 
         Teljari eða ekki teljari?
 
 Jæja, er búin að hafa fyrir því að setja inn einsog eitt stykki teljara... var reyndar búin að setja annan inn sem var flottari. Æ, eitthvað bull og meira bull, því tók ég hann bara út. Skiljiði?
        posted by Unknown
        13:29
 
         Ég er enn á lífi
 
 Ótrúlegt en satt þá gengu börnin ekki að mér dauðri... hmm, hljómar eitthvað vitlaust??? Gildir einu, börnin voru bara nokkuð þæg. Tveir drengjanna tóku nú vel til handanna, þá ekki við piparkökubaksturinn heldur við að berja hvorn annan í spað!!!! Já, þessi litlu "saklausu" börn, gaurarnir komnir með þennan óþolandi tipparíg (matsjó-stæla)... "...veistu, að pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!" Annars gekk þetta nú áfallalaust fyrir sig og krakkarnir og ég skemmtum okkur konunglega ;)
 
 Æ, en ég verð að segja frá litlu frænku minni, hún er svo mikil dúlla! Aðeins þriggja, ahhhh! Hún var frekar óþekk við að borða kvöldmat eftir vinahópinn, ennþá svolítíð ærslafull og ég var að reyna fá hana til að borða en hún skreið alltaf undir borð og söng: "Þú getur ekki náð mér, þú getur ekki náð mér, nana-nana-naa-naaa". Ég sagði henni að hún ætti nú að koma og tala aðeins við mig. En allt kom fyrir ekki og hún hélt áfram að söngla þetta. Svo ég ætlaði mér nú að vera ekkert smá snjöll og sagði að ég nennti nú ekki að tala við fólk sem ég sæi ekki en þá breytist söngur aðeins... ég hefði mátt sjá þetta fyrir... Þá byrjaði hún að syngja hástöfum: "Þú getur ekki séð mig, þú getur ekki séð mig, nana-nana-naa-naaa". Hvað átti ég nú að segja??? Ohhh, hún er svo mikil dúlla.
 
 Ég get ekki beðið eftir því hvort grátið verður eður ei... skólinn, what else!!! Fæ að vita það innan tíðar, von bráðar....
        posted by Unknown
        12:29
 miðvikudagur, desember 11, 2002
         Svo eru það 7 brjáluð börn þegar vinnu líkur... ég hlakka svo til ;)
        posted by Unknown
        13:13
 
         Piparkökur frh...
 
 Jamm, var að gera deig fyrir piparkökur til klukkan, með spjalli TVÖ í nótt :) Ég var líka að baka "vanilluhringi" sem urðu nú eitthvað svona abstrakt kökur en mjög góðar ;) Er í vinnunni núna það eru allir komnir í geðveikt jólaskap hérna, ég er ekki frá því að það ásamt jólakökubakstrinum sé alveg að hafa áhrif á mig... hó hó hó... Eva, darlin´ ég panta að hjálpa þér við endurgerð heimasíðu þinnar og redda þessu fyrir þig. JUST DO IT! --> give me a call that is ;) Ég kann nefnilega "allt" á þetta ;)
        posted by Unknown
        13:10
 þriðjudagur, desember 10, 2002
         Þegar piparkökur bakast kökur...
 
 Já, nú eru jólin skammt undan. Meira að segja nær en ég hélt :-/ Þar sem ég er nú ekki komin í neina jólastemmingu ákvað ég að bæta úr því og baka piparkökur með Stefaníu systir minni og gríslingunum þrem. Sem ég er að fara gera núna eða ekki alveg ég er að fara að gera deig í kvöld og baka það á morgun. Því Stefí systir datt sú snallræðis hugmynd í hug að fá vinahóp Péturs (elsta sonar hennar, sem er 8 ára) í heimsókn á morgun og baka með þeim :o)  Já, já, ég og hún kas með sjö, kannski átta stykki krakka... jibbí... jæja ekki einsog ég hafi ekki hjálpað henni áður en vá síðast mátti ég þakka fyrir að sleppa lifandi ;)
 Annars finnst mér gífurlega gaman af þessum litlu dúllum. Sérstaklega snilldar svörum þeirra við spurningum sem þau eiga í raun ekki svör við :) Ohh, mig langar svo í badn, svona eitt stykki mini-me, en samt ekki. Þetta er ágætis fyrirkomulag sem ég er með, fæ bara eitt og eitt lánað hjá Stefí. Henni munar ekkert um það hún er nefnilega með útungunarstöð ;-)
 Piparkökudeigið gerir sig ekki sjálft só bæó.
        posted by Unknown
        18:54
 
         Það hlaut að koma að því
 
 Loksins! Takk, Hildur fyrir að benda mér á síðu gestabókanna, uhhh já já ;) Ég er komin með gestabók og búin að sníða hana að síðunni minni en ég er að verða litavitlaus og var því í hálftíma að ákveða hvernig hún ætti að vera á litinn :-/ Svo varð þetta look fyrir valinu, sjáum til hve það á eftir að endast lengi... Ja, ég á sennilega eftir að hætta að pæla í þessu litadóti... það er um leið og ég finn eitthvað annað sem er svona skemmtilegt og bara gleyma því og hafa síðuna svona endalaust... sem sagt staðna í einhverju gömlu fari...
 
 Ég veit ekki hvað ég er búin að leiðrétta margar stafsetningarvillur í textanum hér að ofan og hvað þá allar þær sem ég ritaði bara í þessari setningu!!!! OK, núna er ég farin að sofa... ZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
        posted by Unknown
        02:01
 
         Bridgekvöld
 
 Ekki gekk neitt alltof vel í kvöld en ég og pabbi (makker minn) enduðum í 3.-4.sæti. Það voru nokkur spil sem hefðu mátt betur fara. Til dæmis opnaði ég í einu spilinu á 1 spaða of var með þessa týpísku opnun 5-4-4-1 og 13 pkt. hafði hugsað még að segja hjartað næst en pabbi tók undir spaðann á öðru sagnstigi og ég var því fljót að hækka það í 4. Hefði betur sleppt því sérstaklega ef ég hefði vitað að pabbi var með AQ blönk í spaða og J109xxxx í laufi og 2-2. Það hefði verið réttara hjá pabba að segja 1NT í stað þess að segja 2sp því hann lofar 3 spöðum með þeirri meldingu! Svo að sjálfsögðu spilaði ég spilinu til fja....s. Hefði getað sloppið 1 niður en ég fór 3. Það er ekki fyndið hvað ég spilaði þetta spil illa!!!!
 Þeir sem skildu eitthvað í þessu fá prik frá mér ;)
 posted by Unknown
        01:02
 
         Pæling...
 
 Ég var að velta hlutunum fyrir mér einsog endranær... hmmm... ég var að lesa lýsingu á því hvað nafnið mitt þýddi og hvaða innri persónu manneskjan ber sem heitir því nafni. Þetta var svolítið áhugavert en gefur þetta ekki til kynna að allir sem bera sama nafnið eru eins eða amk. svipaðir persónuleikar?? Þar stóð einmitt að ég væri svona "happy-go-lucky" persóna(einstaklingur), hvað sem það nú þýðir. Ég er nú reyndar ekkert frá því að það sé rétt, því að í allri óheppni minni er ég nokkuð heppin ;) Og svo brosi ég framan í heiminn, í von um að hann fari nú að brosa á móti :)
 
 En eru þá allar Önnur þannig eða...? Neee, ég held ekki, en því ætti ég þá að trú þessu frekar en einhver önnur Anna? Er þetta búið til af fólki sem hefur ekkert að gera en hefur svo öflugt hugmyndarflug að það getur spunnið endalaust um einhver nöfn? Gengið sé útfrá því, þá hvers vegna nýtir það sér ekki hæfileika sína í eitthvað annað... skrifa skáldsögu með billjón nöfnum og útskýringu á þeim? ;) Eða voru þetta aukatekjumöguleikar hér áður fyrr einsog að spá og lækna með einhverjum aðferðum sem eru "hálfbjánalegar"... til dæmis hin og þessi dýr sem eiga að búa yfir lækningarmætti. Er þetta eitthvað til að trúa á eða er þetta bara tóm steypa? Því trúir fólk almennt á nokkurn skapaðann hlut? Er guð til? Kemur heimsendir?...
 
 Ég hef mínar skoðanir á flest öllu og það sterkar og að reyna að horfa á allt með hlutlausum augum getur því verið svolítið erfitt. En ég fer stundum að pæla í svona hlutum afhverju þetta? og því hitt?... þetta eru kannski hálftilgangslausar pælingar en skilur maður ekki aðra betur ef hægt er að sjá hlutina einnig frá þeirra sjónarhorni?
 OK, var bara að pæla... ég er ekki á neinu!!!! Believe you me!
 Þetta fór einhverja aðra leið en ég ætlaði... á örugglega eftir að lesa þetta yfir og henda þessu af síðunni en pælið með mér smá á meðan...
        posted by Unknown
        00:35
 sunnudagur, desember 08, 2002
         Þetta er skemmtilegt
 Ég er svo að flippa á þessum litum á linkunum og öllu að ég veit ekki hvað ég er búin að breyta oft um liti bara í dag.
 Jú jú ég á mér líf held ég hérna einhversstaðar, bíðið aðeins á meðan ég leita... þremur tímum seinna... ég er enn að leita... jú jú það hlýtur að leynast hérna... Jamm nei nei ég fann það ekki!
 Já já mér leiðist pínu-oggu-lítið, en er að fara út ;)
        posted by Unknown
        19:11
 
         MISS-kilningur!!
 Eva mín það eru ekki allir að reyna við "litlu sætu mig", fullir gaurar reyna við allt sem hreyfist og ef það hreyfist ekki þá hreyfa þeir það!!! Það þoli ég ekki... so gó sóber on me boy!!!!
        posted by Unknown
        18:29
 
         Jey, Haffi er fundinn :)
 Færði hann til hehehe ;)
        posted by Unknown
        18:25
 
         Arg, afhverju er Haffi týndur???? Milli Benna og Hildar, ARG! Reyni að kljást við þetta vandamál síðar!
        posted by Unknown
        13:10
 
         Húrra fyrir mér!!
 Mér tókst það... Jæja Eva þó þú haldir að ég sé gella sem heldur að allir séu að reyna við sig... I only wish... var bara krydda söguna aðeins... but hey, þú mátt hafa þínar skoðanir á mér!... þá er ég NÖRD. Ekki bara bridgenörd heldur er tölvunördinn að ná bólfestu í mér :) I´m so proud of my nerdyself! Mikið er gott að vera grunnhygginn og gleðjast yfir smáu hlutunum ;) Já, mér tókst að linka Evu á síðuna mína! Jey, þá er það bara næsti og næsti og næsti... Jibbí ;) Nú er ég súperhappy-ofuránægð :)
        posted by Unknown
        12:38
 
         SMÁ tæknilegir örðulaukar
 Úff það er ekki auðvelt að læra þetta bara uppúr þurru og hafa ekkert nema temlate-ið sem fyrir er til hjálpar... já já ég veit að ég get fengið fullt af upplýsingum á vefnum um forritun en ég nenni því ekki! Svo hef ég aldrei kunnað við leiðbeiningarbæklinga eða bara ekki kunna á þá ;) Er búin að koma Evu inn á síðuna mína en hann linkar ekki rétt inn á síðuna hennar ef smellt er á linkið. Ég ekki skilja, þarf aðeins að klóra mér meira í hausnum eða ná í sleif og hræra bara í þessum graut!!!
        posted by Unknown
        12:27
 laugardagur, desember 07, 2002
         Þetta var reyndar Frakki en ekki Ítali... sama er mér ógeðslegur var hann.
        posted by Unknown
        21:04
 
         Það er svo undarlegt með suma menn...
 Fór á jólahlaðborð Delta í gær og kræsingarnar sem voru á borðstólnum... þetta var hreint lostæti M-M-mmmmm. Ég át á mig gat og skemmti mér konunglega við að hlusta á Papana syngja og söng að sjálfsögðu með :) "Við drekkum jamesöl, við jamesöl, allan daginn út og inn...". Síðan var haldið í afmælið til Þórunnar og þaðan var farið á Astró til að hlusta á meðlimi "In svarten faten", einsog þeir segja á FM, taka nokkur vel valin lög :) Það var ótrúlega gaman að dilla sér, hoppa og syngja sig hása, eins gott að ég þurfi ekki að tala inn á þessa síðu, við disco-lög, eurovision-lagasyrpu ofl. "Núna ertu hjá mér Nína..." ;) Barþjónninn okkar, hún nafna mín á Astró, er snillingur! Hún fær þrefalt húrra frá mér fyrir snilldartakta og góð skot... húrra... húrra... HÚRRA!
 
 Um klukkan 1/2 4 þá var haldið á röltið... komum við á Nelly´s og þar inni var einhver gaur sem býr að mér skilst í götunni hennar Evu :-/ Hann kom og heilsaði og var voða næs en vinur hans, jukk! OK, hann var kannski ekki ljótur strákur en ég er ekki að fara á djammið til hözzla og/eða að fá mér að ríða! Mar´ gerir það edrú ;) Var eitthvað að dansa við hann svo reyndi hann að kyssa mig... NEI TAKK!! Ég var að dansa, BARA dansa! Svo ég gekk í burtu! BÆ! Oj, svo fór ég og Eva að ná okkur í leigubíl kemur þá ekki einhver gamall, lítill og feitur ítali... Eva þú dregur að þér ítalina... hahaha... og spurði okkur á lélegri ensku hvort við vildum skemmta okkur með sér og við sögðum á íslensku "HA? hvað ertu að segja?" þá kom einhver íslenskur kall, túlkur gaursins eða eitthvað og var að reyna að fara fínt í það að þeir eða ítalinn vildu/i fá það. HA! You wish! Ég sagði bara að kallinn minn biði eftir mér BLESS! og svo hlupum við Eva einsog fætur toguðu í burtu.
 
 Ég hef aldrei skilið hvað sé svona gaman við að jamma í bænum??? Frekar vil ég vera heima og horfa á sjónvarpið eða lesa bók... eða enn betra vera að spila, mmmmmmmmmmm. 
        posted by Unknown
        14:53
 fimmtudagur, desember 05, 2002
         Jibbí, Stefán mætti í vinnuna í morgun ekkert veikur og augað komið í samt lag. Hann var samt að hugsa um að mæta með leppa bara til að stríða mér... sem betur fer gerði hann það ekki, ég hefði fengið samviskubit aldarinnar!
 Það verður jólahlaðborð hjá Deltu á morgun og svo var Þórunn að bjóða mér í afmæli sitt "Til hamingju með afmælið Þórunn!", þannig að föstudagsbridgeinn minn verður að bíða. Auðvitað sleppir maður einu spilakvöldi til að gleðjast með samstarfsfélögunum og að sjálfsögðu þegar vinir manns verða tvítugir, sem gerist ekki á hverjum degi :) Þó svo maður mætti aðeins of seint í sitt eigið afmæli útaf bridge ofl. hehehe... en það er önnur saga ;)
        posted by Unknown
        23:25
 
         Ég er snillingur af guðs náð!
 Þetta er ekki hægt ef ég er ekki að misþyrma mér á einhvern hátt á ræðst ég á þá sem eru nálægt mér :-/ Ég og Stefán, sem er að vinna með mér, vorum að venju í góðum fíling á þriðjudaginn við að setja saman og stilla "gömlu" framleiðsluvélina svo hægt væri að hefja framleiðslu. Nema hvað, snillingurinn hún ég tókst að sprauta sápu í augað á drengnum (sem hefur by the way sko... he he... ofnæmi fyrir sápu he he... úpps!!! :-( ) og augað varð ekkert smá rautt. Fyrirgefðu enn og aftur :( Hann var einnig veikur fyrir og fór því heim. Svo mætti ég í vinnuna í morgun í ógeðslega þreytt og vonaði að Stefán myndi nú mæta en svo var ekki og nú er ég með geðveikt samviskubit... og líka að nú hef ég engan til að spila við mig í kaffinu og hádeginu, gat nú verið hehehe.
 
 Nennið að gera mér þetta til geðs...? *puppy-eyes*
 Mig langar að koma því á framfæri að mér finnst að félög og sambönd ættu að uppfæra alla þætti heimasíðna sinna þegar þeir geta það. Ég meina því að halda uppi heimasíðu ef þeir eru ekki að sinna því? OK, kannski er ég bara bitur yfir því að það skuli ekki verið búið að uppfæra íslandsmeistaradálkinn á bridge.is. Ekki það að ég sé að flagga því neitt en ég var að vinna titilinn fyrir unglingakeppnina í tvímenning helgina 16.-17. nóv. með honum Sigurði blessuðum, skopparanum þeim. Ég reyndar hálfskammast mín fyrir að hafa unnið þetta því aðra eins spilamennsku hef ég ekki kynnst hjá mér. Ég held meira að segja að Siggi hafi spilað betur en ég þrátt fyrir þynku dauðans og enga þjálfun :(  Þess vegna ætla ég að þakka honum fyrir ánægjulega spilamennsku og óska honum aftur til hamingju *koss og knús* og við hljótum að fá gripina fljótlega ;) Já, og takk fyrir að bæta fullt af testeróni í tilveru mína... FM 104.5 ;) Halldór og Ari þið stóðuð ykkur einsog hetjur gaman að keppa við góða unga spilara... (gæti sagt alveg fullt hérna um ykkur þar sem þið komið sennilega... örugglega ekki til með að lesa þetta) .
        posted by Unknown
        02:59
 miðvikudagur, desember 04, 2002
         "Shaken, but not stired"
 "My name is Bond, James Bond" þetta eru fleyg orð hins sanna Bonds. Sá útsjónarsami, fallegi og hugprúði njósnari var að berjast enn og aftur við vondu kallana í nýju mynd sinni Die another day. Þetta er þrusugóð mynd með öllu því sem má búast við af hinum yndislega Bond :) (btw. ég er JINX = the female Bond) og ef þið eruð ekki búin að fara á hana... þá drífið ykkur á hana og það ekki seinna en í gær!!!!
 Mí go to sleep now... á að mæta í vinnuna hress og kát klukkan átta í fyrramálið og gera upp nokkra staðla eða svo :-/
        posted by Unknown
        02:30
 þriðjudagur, desember 03, 2002
         Litlu krílin leika sér
 Æ, þar sem allir er svo góðhjartaðir að ættleiða svona kríli gat ég ekki staðið á mér að láta gott af mér leiða og gera slíkt hið sama :)
 
   Jæja, ætla ekki að slá öllu upp í kæruleysi þannig að ég er farin að leggja lokahönd á lærdóminn. Leyfi litla krílinu mínu að leika sér hér á meðan :) Ekki vera vond við það á meðan ég er í burtu! Munið öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ;)
        posted by Unknown
        15:59
 
         Æ, Eva takk þú ert milljón... *knús* *smutch* Ég er að fara í stærðfræðipróf á eftir og þökk sé minni elsku Evu Ösp þá er ég ekkert kvíðin, enda kann ég þetta allt :)
 
 Það verður sko glatt á hjalla þann 21. des.
 Eftir að ég og Eva höfum farið í IKEA ásamt "smá" stoppi í dreitilbúðinni þann 17. des. verður förinni heitið til heimila okkar þar sem við byrjum að undirbúa okkur fyrir þann 21. En þá ætlar hún Eva að halda útskriftarpartý sem ég mæti að sjálfsögðu í ;) Þetta verður partý aldarinnar uhhh... er hún ekki annars að vera búin ;)
 
 Svona lítið spakmæli sem vinur sagði vin:
 We do not stop playing because we grow old;
 we grow old because we stop playing.
 Never Be The First To Get Old!!!!!
 posted by Unknown
        15:37
 
 
   |